27/01/2008

Kamelåså.

Já góðir hálsar.

Það að vinna í Eymundsson í Austurstræti er geðveikt. Þú getur skoðað blöðin, lært heima, kynnst helling af nýju fólki ... yndislegt.

Ég hélt innflutningspartýið mitt í gær. Krakkarnir af Skaganum komu í mat. Það var rosa kósí. Þetta var hið ágætasta kvöld, þrátt fyrir að boðflennur hafi borðað matinn minn. Og svo komu ekki allir með gjafir, sem er ófyrirgefanlegt.

Ég vil þakka:

Láru og Magnúsi fyrir glösin.
Perlu fyrir kaffivélina, kaffið, fótabaðsaltið og sjúkrakassann.
Kristínu fyrir ljósaperuna, sprayið og body-lotionið.
Hillu fyrir eplasvampinn og body-lotionið.
Steinari fyrir the Chardonnay.
Berglindi, Ástríði og Maríu fyrir cheeriosið, hvítlaukspressuna, nestisboxið, klósettpappírinn, handsápuna og klósettburstann.
Huldu og Styrmi fyrir ferskjulíkjörið.
Hilmari, Ívari, Siggu, Gísla Baldri, Hákoni og Hillu fyrir málverkið.
Stebba fyrir skrúfurnar.
Pétri, Tómasi, Magnúsi og Stebba fyrir málverkið.

Þið hin. Ég býð ennþá ...

Sumar gjafirnar fóru strax í notkun. Eplasvampurinn var strax notaður, enda gestirnir mínir mjög skítugir. Kaffivélin og kaffið fóru í notkun strax í morgun þegar ég og Svala nutum þess að borða ristað brauð og drekka heitan og góðan kaffidrykkinn. Málverkið frá krökkunum fór strax upp á vegg. Þau sáu sjálf um að hengja það upp. Þrátt fyrir að þau hafi farið í Blómaval með þá áætlun að kaupa ljótasta málverkið í búðinni eru margir mjög hrifnir af því hér á bæ. Kokkurinn vakir að minnsta kosti yfir okkur.

Það er útsala í Eymundsson um þessar mundir. Ég keypti 7 bækur fyrir þúsund kall.

Síminn minn er ónýtur. Gjörónýtur.

Ég held líka að ég sé að veikjast.

,, Það er eins gott að þú sért ánægð. Við eyddum aleigunni í þetta.'' - Sagði Hulda í gær, og það er alveg á hreinu að hún er í miklu uppáhaldi þessa dagana ...

No comments: