Já góðir hálsar. Þessu ætlar ekki að linna. Ég er enn veik.
Ég skil þetta ekki alveg. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað post-einkirningasóttar dæmi eða útaf járnskortinum eða hvað. Ég er allavega sífellt slöpp, stundum með hita, stundum ekki, hausverki, magaverki, meltingartruflanir og síðast en ekki síst; þetta gífurlega máttleysi alltaf hreint.
Það er sama hvað maður tekur inn mörg vítamín eða drekkur marga járndjúsa, þessu ætlar ekki að linna.
Ég tók mér veikindafrí í dag. Eftir fremur rólega helgi náði ég samt að sofa í allan dag. Alveg ótrúlegt.
Fór í brúðkaupið hjá Önnu og Jóni á laugardagskvöldið. Mældi mig með 39 stiga hita áður en lagt var af stað í kirkjuna. Veit ekki hvort mælirinn var í léttu gríni. Ég var samt sem áður frekar slöpp þetta kvöld og hafði ekki mikla matarlyst. Synd og skömm, enda góður matur. Ég náði samt að smella af 205 myndum og vera í viðbjóðslega þröngum kjól. Allt fyrir ástina, eyh?
Bara 3 leikjanámskeið eftir fram að landsmóti. Ég hlakka meira til að fara á landsmót heldur en til Rhódos í augnablikinu. Vá maður. Þetta verður geðveikt.
Annars bý ég í ferðatösku þessa dagana. Hér á Akranesi hef ég rúm inni í tölvuherbergi. Fötin mín eru í stórri ferðatösku á gólfinu og svo í stórum ikea poka inni í forstofuskápnum. Í Reykjavík eru engin föt sem ég á. En flestar aðrar veraldlegar eigur. Ég tek svo oft strætó til Reykjavíkur að mér líður eins og ég sé komin aftur í 4.bekk í MR ...
Minnið mig á það, að næsta sumar ætla ég ekki að vinna með börnum, og ég ætla líka að búa í sama bæjarfélagi og ég vinn. Spurning um að kíkja út í vinnu næsta sumar. Það yrði áreiðanlega lífsreynsla í lagi.
Írskir dagar næstu helgi og ættarmót þarnæstu. Megi það bæði verða skemmtilegt. Amen.
,, We discover in ourselves what others hide from us, and we recognize in others what we hide from ourselves." - Vauvenargues ...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment