31/07/2008

Rhódos.

Já góðir hálsar. Eftir rúman sólarhring flýg ég út til Rhódos.

Það er of knappur tími. Ég á eftir að þvo öll fötin mín, þurrka þau, pakka, setja saman nýja fataskápinn minn, taka til í herberginu mínu, redda vöktum í Eymundsson fyrir næsta vetur ...

Vei.

Ég er samt búin að kaupa mér bikiní, kaupa evrur, redda sjúkratryggingaskírteini, taka í sundur gamla fataskápinn minn, skúra gólfið í öllu herberginu mínu, rútta öllu til þar inni og láta loka sparireikningnum mínum í bankanum.

Ég kvaddi Freyju og Láru í dag yfir kvöldverði og verslunarferð. Ég hjálpaði Freyju að endurheimta farsímann sinn úr klóm Rúmfatalagersins og sagði bæ við Magnús og Ylfu í síma. Þau eru komin til Eyja blessanirnar.

Æji. Ég er ekki búin að sofa rassgat síðustu vikuna og það er svo að koma niður á mér núna. Og ég er svöng. Ég ætla að fá mér smá ben&jerry's og horfá friends.

Ábending: Góð gjöf handa Jóhönnu væri dagur í spa ...

,, Life is like a box of chocolates... you never know what you're gonna get.'' - Forrest Gump ...

No comments: