16/01/2010

Bitchin.

Já, ég trúi því varla að það séu 11 dagar síðan ég bloggaði síðast. Tíminn líður alltof hratt hérna!

Síðasta frídag, á mánudaginn fyrir tæpri viku síðan, þá stofnaði ég Austurrískan bankareikning. Og þann sama dag fórum við stelpurnar í brunch á Liebe Sonne hótelið. Hræódýrt, og þú getur gúffað í þig að vild. Enda gerði ég það. Það að fá almennilegt kaffi og rúnstykki með skinku og osti, kornflex, egg, ávexti og köku í morgunmat var ekkert annað en himneskt. Gerum þetta samt ekki í fríinu okkar núna á mánudaginn því ég og Sigga ætlum til Innsbruck í H&M. Öfund?

Annars fór ég líka á bretti á mánudaginn með Perlu. Hún tók það að sér að kenna mér að sviga. Þetta gekk eitthvað viðbjóðslega illa hjá mér og þá tók hún eftir því að bindingarnar á brettinu mínu voru regular en ég var goofy. Þannig það var ekkert skrýtið að þetta var að ganga eitthvað illa hjá mér að læra á bretti. Svo fékk ég lánað skrúfjárn hjá strákunum og lagaði bindingarnar. Og viti menn, þegar ég fór á night ski með krökkunum á miðvikudaginn gekk bara s-j-ú-k-l-e-g-a vel. Þannig að á næsta night ski ætla ég að fara bara beint eftir vinnu og ná nokkrum ferðum niður fjallið og æfa mig.

Svo erum við Perla búnar að kynnast snjóbretta og skíðakennurum frá Svíþjóð og Danmörku, og að sjálfsögðu ætla þeir með okkur á bretti og kenna okkur. Perla fer með þeim á mánudaginn og lærir að freestæla. Ég ætla bara að halda áfram í að æfa mig aðeins lengur að sviga áður en ég fer út í e-ð svoleiðis rugl. Mig langar virkilega að koma heim til Íslands á lífi.

Annars veit ég ekkert hvenær það verður. Það fer allt eftir því hvað ég geri eftir Sölden. Hvar ég fæ vinnu, hversu mikinn pening ég næ að safna mér. Þetta kemur bara allt í ljós.

Vinnan er fín. Dagarnir eru farnir að líða svo hratt og þetta er orðin svo mikil rútína. Svo er maður líka alltaf að kynnast fólkinu betur og svona. Það er einhvernveginn þannig að annaðhvort er fólk bara viðbjóðslega leiðinlegt eða viðbjóðslega skemmtilegt. Það virðist ekki vera neinn millivegur á því.

Allt gott að frétta af mér héðan. Eini pirringurinn í gangi er að einhver hóruungi tók þvottinn minn úr þurrkaranum áður en hann kláraði svo þvotturinn minn er allur hálfblautur. Vissi ekki hvert ég ætlaði.

En ég var að tala við mömmu á skype áðan. Þar sem ég er hætt að lesa fréttir frá Íslandi vissi ég ekki af þessum bruna á Hverfisgötunni í janúar þar sem 24 ára strákur dó. Finnst þetta alveg hræðilegt.

Brunakerfið fór í gang hérna um daginn. Vakti mig upp á miðnætti. Ég náttúrulega þusti fram á gang og þar var rosalega mikil brunalykt. Eyddi smá tíma í panik, en þegar löggan og slökkviliðsmaður kom og sagði okkur að það væri allt í lagi fór ég bara að sofa. Fékk að kúra hjá Perlu svo ég yrði ekki ein.

Annars eru 5 fleiri Íslendingar komnir. Tveir af þeim eru komnir til að vinna, en 3 í fríi. Það eru svo 10 aðrir Íslendingar á biðlista um að fá vinnu hérna. Jiiii. Við erum að taka yfir þennan bæ.

Annars er verið að plana hóp-sleðaferð einhvern næstu daga. Stay tuned.

Ást á ykkur.

No comments: