Ég sit hér á bókasafninu á Tryggvagötunni með hálftóman kaffibolla og bókina Discovery of society opna fyrir framan mig. Hún er fín.
Ég er að rembast við að koma mér í prófagírinn. Það er ekki nema vika í próf og mér finnst það ógnvekjandi. Ég klára svo prófin eftir rúmar tvær vikur, svo þetta verður ekkert of hræðilegt. Maður hefur víst lent í því verra. Ég er ekki að hata það að vera að fara að klára þessa önn og komast í langþráð skólafrí.
Það er akkúrat mánuður í Aðfangadag. Þá verð ég stödd í Austurrísku Ölpunum að vinna. Planið er nú samt að taka með sér fínan kjól, malt&appelsín og finna jólatré einhverstaðar. Reyni samt að taka sem fæstar jólagjafir með mér út, enda er yfirvofandi yfirvigt farangursins míns óumflýjanleg.
Ég er komin með svo mikið ógeð á skóla. Ég er að taka mér tölvupásu eftir að hafa þraukað í gegn um 30 blaðsíður af 130. Slæmt.
Annars er þessi gella löngu byrjuð á að hlusta á jólalög og borða piparkökur. Það er svo móðins.
Ég vann mína síðustu vakt í Eymundsson í bili á sunnudaginn. Það er nú fínt.
Ég þarf að fara að vinna í jólakortunum, maður verður víst að senda allmörg stykki í ár. Það er bara kósí. Búin að kaupa nokkur stykki og svona. Gerði það reyndar í október. Ég er of mikið jólabarn til að vera ekki heima um jólin. Oooo.
Ég get varla beðið eftir Asíu. Mamma er samt að reyna að sannfæra mig um að fara ekki. Pff.
,,Ég er sko í keppni við Sveppa og Audda og ef þú gefur mér nærbuxurnar þínar fæ ég 4 stig. Hvað segiru, ertu til?" - Spurði haugadrukkinn maður mig að í strætó á sunnudagsmorgni. Maður er hvergi óhultur ...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment