Já góðir hálsar. Ég er byrjuð að læra. Endurtökuprófið er 11.júní, and I will be prepared.
Hefði samt verið meira kúl að falla í sögu. Þá þyrfti maður bara að lesa mikið, ekki reikna súúúper mikið.
En við vonum að þetta gangi. Verkjalyfin gera mig nú samt dálítið sljóa, þannig það er erfitt að hugsa, og þegar ég snýti mér fæ ég svona tilfinningu eins og það sé að fara að líða yfir mig.
Annars er ég bara búin með 2 kafla. Á bara 26 kafla eftir. Er samt bara búin með svona lítið útaf ég fór til Reykjavíkur í dag með pabba og Gunnari. Við skoðuðum 2 íbúðir á Langholtsveginum og gerðum tilboð í þá flottari. Sjáum hvort því verði tekið eða hafnað. Veit að Hilla verður ánægð með mig ef ég flyt á Langholtsveginn ...
En útaf því að ég er að fara í þessi íbúðarkaup verð ég víst að hætta við Danmerkurferðina í ágúst. Það er alveg nóg að vera 2 vikur í útlöndum í sumar hvort eð er.
Samt svolítið yfirþyrmandi að vera að skrifa undir samninga og þess háttar, þar sem maður er að samþykkja að gefa alla peningana sína. Ég hef alltaf átt þessa peninga, og það verður svolítið leiðinlegt að sjá þá fara burt. Ég verð að játa að það eru takmörk fyrir því hversu mikið stress ég höndla í einu. Það að þurfa að hafa áhyggjur af áframhaldandi skólagöngu minni, sumarvinnunni og peningamálunum, allt í sömu vikunni, gerir hnútinn í maganum dálítið stóran.
Í öðrum fréttum skammast ég mín þegar ég er úti. Ég má ekki anda kalda loftinu að mér og þessvegna þarf ég að hafa klút fyrir nefinu. Ég lít út eins og kúrekaþjófur og fólk horfir á mig. Eða nei, fyrirgefiði, það starir.
En núna fer Lára til Danmerkur í nótt og eyðir helginni þar í skemmtilegheitum með eldra fólki. Á meðan mun ég sitja í bláa skrifborðsstólnum mínum að reikna.
Annars fer ég í klippingu og litun á morgun. Hef ákveðið að verða aftur ljóshærð.
Ég búin að ákveða að það verði enginn heimsendir að fara í FVA. Þar eru 70% af mínum vinum og kunningjum. Þyrfti reyndar að burðast með það á bakinu að vera heimsk og gefastuppari restina af minni skólagöngu, en hey.
Í FVA gæti ég ... verið góð í stærðfræði ... og líka kannski komist aftur inní ljósmyndaklúbb ... og líka kannski verið álitin artí, þótt ég sé það ekki ...
,, Af hverju hringir þessi ljóti kúkur ekki.'' - Sagði Freyja í gær, en ég hef ekki heyrt þessi orð notuð síðan í leikskólanum ...
31/05/2007
30/05/2007
Ullabjakk.
Já góðir hálsar. Dvölin á sjúkrahúsinu var síður en svo skemmtileg.
Ég kom þarna, fastandi, eldsnemma um morguninn og fór í aðgerðina á hádegi. Boy was I hungry. Skemmti mér nú bara við að sofa og horfá bíórásina. Ég fór auðvitað í rosalega flott spítalaföt og fékk að vera ein í stofu.
Eftir aðgerðina vaknaði ég með rosa sárabindi í nefinu og að drepast úr þorsta. Það átti eftir að einkenna dvölina þar næsta sólarhringinn.
Mamma, Gunnar, Lára og Ylfa voru best af því þau komu í heimsókn.
Ég gat ekki andað með nefinu þannig ég andaði bara með opinn munninn þannig ég varð þurr í munninum og þurfti að drekka mikið vatn. Þá gat ég ekki borðað neitt almennilega og drakk vatn í lítratali og fór á klósettið samkvæmt því. Þetta hvíta, sem myndast alltaf í munnvikunum þegar maður er þyrstur byrjaði einnig að myndast á öllum vörunum mínum.
Um nóttina gat ég ekkert sofið útaf ég anda alltaf með nefinu þegar ég sef. Þessvegna er ég þreytt núna. Ég horfði á 7 bíómyndir á meðan á innlegunni stóð.
Núna í morgun þegar læknirinn var að taka sárabindin úr nefinu varð ég alveg einstaklega hissa. Þau voru grínlaust svona 50 cm í hvorri nös. Engin furða að ég gat ekki andað.
Eftir að ég var komin heim fór ég með stelpunum uppí Grundaskóla. Ég saumaði mér kjól, Ylfa saumaði sér hettupeysu og byrjaði á sínum kjól en Lára kláraði líka sinn kjól. Rosalega duglegar. Allavega á miðað við Freyju sem ... tjah ... saumaði hjartapúða.
Svo var ég auðvitað að drepast úr spenningi útaf Ingólfur tók einkunnirnar mínar. Þær komu í dag. Ég féll í ólesinni stærðfræði, en ég fékk 7 í lesinni. Var frekar ánægð með restina, nema þýsku og efnafræði. Enda voru það ósanngjörnustu prófin ...
Ásamt ólesinni stærðfræði auðvitað. Var víst alveg rosalegt fall og allir grátandi á göngunum.
Ég grét þó ekki.
Tek bara endurtökupróf, og ef ég fell í því nenni ég ekki að taka árið aftur. Fer þá bara í FVA. Sætti mig örugglega alveg við það ...
Annars erum ég og Gunnar að fara til Reykjavíkur á morgun að skoða 2 íbúðir.
,, Æji þetta passar ekki. Það er bara krúttlegt fólk sem á að eiga svona krúttlega bíla. Ekki feitt fólk.'' - sagði ein mjög fordómalaus vinkona mín ....
Ég kom þarna, fastandi, eldsnemma um morguninn og fór í aðgerðina á hádegi. Boy was I hungry. Skemmti mér nú bara við að sofa og horfá bíórásina. Ég fór auðvitað í rosalega flott spítalaföt og fékk að vera ein í stofu.
Eftir aðgerðina vaknaði ég með rosa sárabindi í nefinu og að drepast úr þorsta. Það átti eftir að einkenna dvölina þar næsta sólarhringinn.
Mamma, Gunnar, Lára og Ylfa voru best af því þau komu í heimsókn.
Ég gat ekki andað með nefinu þannig ég andaði bara með opinn munninn þannig ég varð þurr í munninum og þurfti að drekka mikið vatn. Þá gat ég ekki borðað neitt almennilega og drakk vatn í lítratali og fór á klósettið samkvæmt því. Þetta hvíta, sem myndast alltaf í munnvikunum þegar maður er þyrstur byrjaði einnig að myndast á öllum vörunum mínum.
Um nóttina gat ég ekkert sofið útaf ég anda alltaf með nefinu þegar ég sef. Þessvegna er ég þreytt núna. Ég horfði á 7 bíómyndir á meðan á innlegunni stóð.
Núna í morgun þegar læknirinn var að taka sárabindin úr nefinu varð ég alveg einstaklega hissa. Þau voru grínlaust svona 50 cm í hvorri nös. Engin furða að ég gat ekki andað.
Eftir að ég var komin heim fór ég með stelpunum uppí Grundaskóla. Ég saumaði mér kjól, Ylfa saumaði sér hettupeysu og byrjaði á sínum kjól en Lára kláraði líka sinn kjól. Rosalega duglegar. Allavega á miðað við Freyju sem ... tjah ... saumaði hjartapúða.
Svo var ég auðvitað að drepast úr spenningi útaf Ingólfur tók einkunnirnar mínar. Þær komu í dag. Ég féll í ólesinni stærðfræði, en ég fékk 7 í lesinni. Var frekar ánægð með restina, nema þýsku og efnafræði. Enda voru það ósanngjörnustu prófin ...
Ásamt ólesinni stærðfræði auðvitað. Var víst alveg rosalegt fall og allir grátandi á göngunum.
Ég grét þó ekki.
Tek bara endurtökupróf, og ef ég fell í því nenni ég ekki að taka árið aftur. Fer þá bara í FVA. Sætti mig örugglega alveg við það ...
Annars erum ég og Gunnar að fara til Reykjavíkur á morgun að skoða 2 íbúðir.
,, Æji þetta passar ekki. Það er bara krúttlegt fólk sem á að eiga svona krúttlega bíla. Ekki feitt fólk.'' - sagði ein mjög fordómalaus vinkona mín ....
28/05/2007
Aðgerð
Já góðir hálsar. Nú er komið yfir miðnætti, sem þýðir að ég má hvorki drekka né borða neitt þangað til ég fer í aðgerðina í fyrramálið.
Rosalega gaman.
Ég var ekkert hissa á að Jóhanna var ungfrú Ísland, enda nafna mín.
Annars eru hér brot af þeim myndum sem ég á síðan úr lærdómsbústaðnum og úr próflokadjamminu. Njótið.
http://blog.central.is/johanna89
Ef þið komið ekki að heimsækja mig á spítalann á morgun á heimsóknartímunum milli kl. hálffjögur og fjögur eða hálfátta og átta, eruði ekki töff.
P.s. viðkomandi verður að hafa mat og skemmtiefni í för með sér.
Rosalega gaman.
Ég var ekkert hissa á að Jóhanna var ungfrú Ísland, enda nafna mín.
Annars eru hér brot af þeim myndum sem ég á síðan úr lærdómsbústaðnum og úr próflokadjamminu. Njótið.
http://blog.central.is/johanna89
Ef þið komið ekki að heimsækja mig á spítalann á morgun á heimsóknartímunum milli kl. hálffjögur og fjögur eða hálfátta og átta, eruði ekki töff.
P.s. viðkomandi verður að hafa mat og skemmtiefni í för með sér.
25/05/2007
Próflokadjamm.
Já góðir hálsar. Til hamingju með að vera búin í prófunum, nema Ásgerður.
Eftir síðasta prófið á miðvikudaginn var skellt sér í góðan innkaupaleiðangur. Kringlan, Laugarvegurinn og Smáralindin voru kembd. Ég uppskar kápu, kjólabol, belti og klút. Svo keyptum við Lára okkur efni í sitthvorn kjólinn. Nú skal fara að sauma.
Um kvöldið keyrði Lára greyið ein heim á Akranes og ég fór út að borða með stelpunum úr bekknum mínum. Við fórum á Sólon, fengum góðan mat og skáluðum fyrir okkur sjálfum. Eftir það var kíkt heim til Huldu í parteei.
Daginn eftir vaknaði ég við hlið Perlu og saman skelltum við okkur upp að borða cherrios. Holl byrjun á góðum degi. Svo fór hún í klippingu á meðan ég þræddi Laugarveginn í allskyns snatti. Ég dundaði mér í 3 klst að gera nákvæmlega ekki neitt. Las svona 3 bækur á Súfistanum á meðan ég kjamsaði á bananasnittu og drakk latté úr skál.
Svo var bara haldið niður í Húsasmiðju að kaupa útilegustóla, dýnur og tilheyrandi ásamt því að kaupa pylsur og snakk í bónus. PartýtjaldIÐ var nú þegar í skottinu á bílnum hennar Kristínar og spenningurinn var í hámarki.
Við lögðum af stað úr Garðabænum um 9 leytið, sóttum lille Lotte og komum við í sjoppunni í Árbænum þar sem lille Lotte gaf 9 ára tombólustelpum bjórinn sinn. Við ákváðum að forðast handtöku og flýja svæðið.
Stemmingin í jeppanum á leiðinni var dúndrandi góð. Kristín, Perla, ég og Hulda kunnum sko að skemmta okkur. Þegar Spice Girls hljómuðu í hátölurunum og raddböndin voru þanin til hins ýtrasta stoppaði lögreglan okkur. Kristín var að keyra á 114 km hraða. Skamm, skamm. Við fengum góða sekt sem við skiptum að sjálfsögðu bróðurlega á milli okkar. Þetta atvik gerði það að verkum að við urðum að stoppa á Café Kidda rót í Hveragerði og pissa. Einnig varð Hulda að þrífa bakhlutann á framsætinu, en hún gaf því vel að éta á leiðinni.
Við vorum komin á staðinn svona um 11 leytið. Við byrjuðum að gera heiðarlega tilraun til að tjalda partýtjaldINU, en það gekk ekki vel, enda yfirgáfu allir strákarnir okkur snemma. Þetta var þeim ofviða. Eftir góðar 90 mínútur ákváðum við að pakka tjaldinu bara aftur ofan í pokann og sofa í sumarbústaðnum sem strákarnir höfðu leigt. Reyndar dáldið leiðinlegt að skilja hina eftir í kuldanum, en þetta er bara survival of the fittest.
Ég fékk svo heila koju útaf fyrir mig, ólíkt því sem var í sumarbústað Jónatan hérna um árið. Maturinn var hins vegar ekki af betri endanum. Við hituðum pylsurnar í örbylgjunni og brauðin voru 1 mm þykk, öll kramin og skemmtileg.
En svona er bara að fara í útilegu. Í sumarbústað.
Morguninn eftir var lille Lotte horfin heim á leið og við tókum til á mettíma. Brunuðum svo í bæinn, þreyttar, en hamingjusamar með lífið, með þau fyrirheit um að þetta yrði endurtekið oft og mörgum sinnum í sumar.
,, Horfiði framan í mig. Ég hefði alveg eins getað sleppt því að mála mig og látið einhvern skíta á andlitið á mér í staðinn. Ég hefði litið alveg eins út. '' - Sagði Perla á leiðinni á Sólon ....
Eftir síðasta prófið á miðvikudaginn var skellt sér í góðan innkaupaleiðangur. Kringlan, Laugarvegurinn og Smáralindin voru kembd. Ég uppskar kápu, kjólabol, belti og klút. Svo keyptum við Lára okkur efni í sitthvorn kjólinn. Nú skal fara að sauma.
Um kvöldið keyrði Lára greyið ein heim á Akranes og ég fór út að borða með stelpunum úr bekknum mínum. Við fórum á Sólon, fengum góðan mat og skáluðum fyrir okkur sjálfum. Eftir það var kíkt heim til Huldu í parteei.
Daginn eftir vaknaði ég við hlið Perlu og saman skelltum við okkur upp að borða cherrios. Holl byrjun á góðum degi. Svo fór hún í klippingu á meðan ég þræddi Laugarveginn í allskyns snatti. Ég dundaði mér í 3 klst að gera nákvæmlega ekki neitt. Las svona 3 bækur á Súfistanum á meðan ég kjamsaði á bananasnittu og drakk latté úr skál.
Svo var bara haldið niður í Húsasmiðju að kaupa útilegustóla, dýnur og tilheyrandi ásamt því að kaupa pylsur og snakk í bónus. PartýtjaldIÐ var nú þegar í skottinu á bílnum hennar Kristínar og spenningurinn var í hámarki.
Við lögðum af stað úr Garðabænum um 9 leytið, sóttum lille Lotte og komum við í sjoppunni í Árbænum þar sem lille Lotte gaf 9 ára tombólustelpum bjórinn sinn. Við ákváðum að forðast handtöku og flýja svæðið.
Stemmingin í jeppanum á leiðinni var dúndrandi góð. Kristín, Perla, ég og Hulda kunnum sko að skemmta okkur. Þegar Spice Girls hljómuðu í hátölurunum og raddböndin voru þanin til hins ýtrasta stoppaði lögreglan okkur. Kristín var að keyra á 114 km hraða. Skamm, skamm. Við fengum góða sekt sem við skiptum að sjálfsögðu bróðurlega á milli okkar. Þetta atvik gerði það að verkum að við urðum að stoppa á Café Kidda rót í Hveragerði og pissa. Einnig varð Hulda að þrífa bakhlutann á framsætinu, en hún gaf því vel að éta á leiðinni.
Við vorum komin á staðinn svona um 11 leytið. Við byrjuðum að gera heiðarlega tilraun til að tjalda partýtjaldINU, en það gekk ekki vel, enda yfirgáfu allir strákarnir okkur snemma. Þetta var þeim ofviða. Eftir góðar 90 mínútur ákváðum við að pakka tjaldinu bara aftur ofan í pokann og sofa í sumarbústaðnum sem strákarnir höfðu leigt. Reyndar dáldið leiðinlegt að skilja hina eftir í kuldanum, en þetta er bara survival of the fittest.
Ég fékk svo heila koju útaf fyrir mig, ólíkt því sem var í sumarbústað Jónatan hérna um árið. Maturinn var hins vegar ekki af betri endanum. Við hituðum pylsurnar í örbylgjunni og brauðin voru 1 mm þykk, öll kramin og skemmtileg.
En svona er bara að fara í útilegu. Í sumarbústað.
Morguninn eftir var lille Lotte horfin heim á leið og við tókum til á mettíma. Brunuðum svo í bæinn, þreyttar, en hamingjusamar með lífið, með þau fyrirheit um að þetta yrði endurtekið oft og mörgum sinnum í sumar.
,, Horfiði framan í mig. Ég hefði alveg eins getað sleppt því að mála mig og látið einhvern skíta á andlitið á mér í staðinn. Ég hefði litið alveg eins út. '' - Sagði Perla á leiðinni á Sólon ....
22/05/2007
Sumarfríið langþráða.
Já góðir hálsar. Bara 1 próf eftir. Enska. Ég er ekki byrjuð að læra, stelpan sko.
Hinsvegar er ég með blæðandi sár á löppinni.
Lára og Rebekka ætla að koma með mér til Reykjavíkur á morgun. Þar ætlum við að kíkja í búðir. Þær skottast bara um á Laugarveginum á meðan ég tek prófið. Allt í góðu.
Það er svo gaman að vera í sumarfríi. Ég fór í sumarfrí á mánudaginn eftir efnafræðiprófið. Það var of langt. Eins og þýskan. Má bara ekki falla í efnafræðinni. Þá er ég ekki að horfa fram á bjarta framtíð.
Loksins, ári eftir Boot Camp og hálfu ári eftir einkaþjálfun er ég loksins farin að fara í ræktina. Ég og Lára erum klárlega með þetta. Hollur matur og hreyfing.
Annars erum við Lísbet og Ylfa að fara að panta okkur flug til Kaupmannahafnar á eftir. Þar verður verslað, farið í tívolí, hitt Danann okkar og svo verður auðvitað Hilla þarna líka. Þá er sumarið mitt planað út í gegn.
25.maí - tjaldferð með árgangi 89' í MR
29.maí - aðgerð
30.maí - einkunnaafhending
6.júní - byrja að vinna í Ölver
27.júlí - hætti að vinna og fer til Englands í 2 vikur
12.ágúst - kem heim
14.ágúst - fer til Danmerkur
21.ágúst - kem heim og skólinn byrjar.
Gaman, gaman. Verður örugglega besta sumarið mitt til þessa. Er búin að sækja um að fá frí helgina sem írskir dagar eru.
,, Hvað er vinur? Það er ein sál sem dvelur í 2 líkömum.'' - Aristatóles ...
Hinsvegar er ég með blæðandi sár á löppinni.
Lára og Rebekka ætla að koma með mér til Reykjavíkur á morgun. Þar ætlum við að kíkja í búðir. Þær skottast bara um á Laugarveginum á meðan ég tek prófið. Allt í góðu.
Það er svo gaman að vera í sumarfríi. Ég fór í sumarfrí á mánudaginn eftir efnafræðiprófið. Það var of langt. Eins og þýskan. Má bara ekki falla í efnafræðinni. Þá er ég ekki að horfa fram á bjarta framtíð.
Loksins, ári eftir Boot Camp og hálfu ári eftir einkaþjálfun er ég loksins farin að fara í ræktina. Ég og Lára erum klárlega með þetta. Hollur matur og hreyfing.
Annars erum við Lísbet og Ylfa að fara að panta okkur flug til Kaupmannahafnar á eftir. Þar verður verslað, farið í tívolí, hitt Danann okkar og svo verður auðvitað Hilla þarna líka. Þá er sumarið mitt planað út í gegn.
25.maí - tjaldferð með árgangi 89' í MR
29.maí - aðgerð
30.maí - einkunnaafhending
6.júní - byrja að vinna í Ölver
27.júlí - hætti að vinna og fer til Englands í 2 vikur
12.ágúst - kem heim
14.ágúst - fer til Danmerkur
21.ágúst - kem heim og skólinn byrjar.
Gaman, gaman. Verður örugglega besta sumarið mitt til þessa. Er búin að sækja um að fá frí helgina sem írskir dagar eru.
,, Hvað er vinur? Það er ein sál sem dvelur í 2 líkömum.'' - Aristatóles ...
20/05/2007
Efnafræði.
Já góðir hálsar. Ég var að byrja að læra undir efnafræðiprófið, sem er á morgun.
Ég er þreytt og með hausverk. Eina ástæðan fyrir því að ég nenni því að læra er tilhugsunin um að þetta sé síðasta prófið sem ég þarf að læra undir.
Bara 2 próf eftir. Trúi þessu varla.
Var á skyndihjálparnámskeiði allan laugardaginn. Keyrði ein til og frá Reykjavík. Var pínu hrædd á heimleiðinni því það var svo hvasst á Kjalarnesinu. Þetta var eiginlega ekki samkoma fyrir þá sem voru að fara að vinna í sumarbúðum KFUM&K í sumar, onei. Þetta virtist líka vera samkoma fyrir gamla og núverandi MR-inga.
Núna veit ég allt um skyndihjálp og eldvarnir. Væri frekar til í að fara í próf í því á morgun.
En núna erum við systkinin að fara til höfuðborgarinnar að skoða hús.
Frábær tímasetning, ég veit.
Spurning um að hella bara í sig kaffi í kvöld og hafa eina andvökunóttina í viðbót?
Hlakka dálítið mikið til að byrja að vinna í Ölver.
Get ekki beðið eftir að komast í aðgerðina. Þá hverfur þessi hausverkur.
Ég er þreytt og með hausverk. Eina ástæðan fyrir því að ég nenni því að læra er tilhugsunin um að þetta sé síðasta prófið sem ég þarf að læra undir.
Bara 2 próf eftir. Trúi þessu varla.
Var á skyndihjálparnámskeiði allan laugardaginn. Keyrði ein til og frá Reykjavík. Var pínu hrædd á heimleiðinni því það var svo hvasst á Kjalarnesinu. Þetta var eiginlega ekki samkoma fyrir þá sem voru að fara að vinna í sumarbúðum KFUM&K í sumar, onei. Þetta virtist líka vera samkoma fyrir gamla og núverandi MR-inga.
Núna veit ég allt um skyndihjálp og eldvarnir. Væri frekar til í að fara í próf í því á morgun.
En núna erum við systkinin að fara til höfuðborgarinnar að skoða hús.
Frábær tímasetning, ég veit.
Spurning um að hella bara í sig kaffi í kvöld og hafa eina andvökunóttina í viðbót?
Hlakka dálítið mikið til að byrja að vinna í Ölver.
Get ekki beðið eftir að komast í aðgerðina. Þá hverfur þessi hausverkur.
18/05/2007
Ríkjandi gen á x-litningi.
Já góðir hálsar. Bara tvö próf eftir. Efnafræðina verð ég að læra undir, en hver lærir undir ensku?
Ég var svo engan veginn í stuði til að læra undir líffræði. Þannig að ég lærði lítið sem ekkert. Renndi tvisvar yfir glósurnar hálfsofandi. Sex and the City var bara aðeins meira spennandi.
Gekk reyndar vel í erfðafræðihlutanum. Ekki svo vel í hinu. Sjáum til.
Annars voru einkunnirnar að koma í hús hjá fjölbrautarskólanemendunum. Vona að stelpunum hafi öllum gengið vel.
Lagið sem vann Eurovision í ár var dágott, og tók ég ástfóstri við því á tímabili. En svo fékk ég að vita um hvað textinn fjallaði. Það að syngja um hve bænin er æðisleg var ekki alveg að hitta í mark. Bara afsakið.
Það er svo heitt úti. Kannski maður fari að nota nýju línuskautana sem mamma gaf mér af því mér fannst mér ganga svo illa á stærðfræðiprófinu.
Annars er ég búin að vera dugleg í ræktinni síðustu 2 daga. Ef ég er dugleg á einum stað get ég ómögulega staðið mig í þeim næsta, þ.e.a.s. náminu.
Metnaðurinn hlýtur að koma aftur um helgina. Efnafræðin er svo skemmtileg.
Annars er ég er fara á skyndihjálparnámskeið í Reykjavík í fyrramálið. Þessvegna er ég ekki að fara í bekkjarpartý í kvöld. Ég þori samt ekki að keyra ein. Ojæja.
Lýst alveg ágætlega á að Sjálfstæðisflokkurinn sé að mynda meirihlutastjórn með Samfylkingunni. Svo lengi sem það eru ekki Vinstri grænir. Vonandi fara hlutirnir á sjúkrahúsum landsins þá að skána.
Nennir einhver að koma að leika?
Og sem meira er, nennir einhver að koma með mér til Danmerkur í ágúst?
Annars er ég eiginlega búin að ákveða, að ef ég fell á árinu, þá fer ég bara á málabraut á næsta ári, eða eitthvað. Ég er ekki reiðubúinn að skilja við skólann minn. Ætla hvort sem er ekkert að verða læknir eins og 99% af nemendum skólans.
Verð bara barbífatahönnuður. Mig langaði einu sinni alltaf að verða svoleiðis þegar ég yrði stór ....
Ég var svo engan veginn í stuði til að læra undir líffræði. Þannig að ég lærði lítið sem ekkert. Renndi tvisvar yfir glósurnar hálfsofandi. Sex and the City var bara aðeins meira spennandi.
Gekk reyndar vel í erfðafræðihlutanum. Ekki svo vel í hinu. Sjáum til.
Annars voru einkunnirnar að koma í hús hjá fjölbrautarskólanemendunum. Vona að stelpunum hafi öllum gengið vel.
Lagið sem vann Eurovision í ár var dágott, og tók ég ástfóstri við því á tímabili. En svo fékk ég að vita um hvað textinn fjallaði. Það að syngja um hve bænin er æðisleg var ekki alveg að hitta í mark. Bara afsakið.
Það er svo heitt úti. Kannski maður fari að nota nýju línuskautana sem mamma gaf mér af því mér fannst mér ganga svo illa á stærðfræðiprófinu.
Annars er ég búin að vera dugleg í ræktinni síðustu 2 daga. Ef ég er dugleg á einum stað get ég ómögulega staðið mig í þeim næsta, þ.e.a.s. náminu.
Metnaðurinn hlýtur að koma aftur um helgina. Efnafræðin er svo skemmtileg.
Annars er ég er fara á skyndihjálparnámskeið í Reykjavík í fyrramálið. Þessvegna er ég ekki að fara í bekkjarpartý í kvöld. Ég þori samt ekki að keyra ein. Ojæja.
Lýst alveg ágætlega á að Sjálfstæðisflokkurinn sé að mynda meirihlutastjórn með Samfylkingunni. Svo lengi sem það eru ekki Vinstri grænir. Vonandi fara hlutirnir á sjúkrahúsum landsins þá að skána.
Nennir einhver að koma að leika?
Og sem meira er, nennir einhver að koma með mér til Danmerkur í ágúst?
Annars er ég eiginlega búin að ákveða, að ef ég fell á árinu, þá fer ég bara á málabraut á næsta ári, eða eitthvað. Ég er ekki reiðubúinn að skilja við skólann minn. Ætla hvort sem er ekkert að verða læknir eins og 99% af nemendum skólans.
Verð bara barbífatahönnuður. Mig langaði einu sinni alltaf að verða svoleiðis þegar ég yrði stór ....
16/05/2007
Heitur gaur.
Já góðir hálsar. Ég held að ég sé fallin í stærðfræði.
Ekki það að ég kunni ekki að reikna dæmi.
Prófið var bara byggt upp af öllum þyngstu dæmunum sem mögulega hægt var að búa til úr námsefninu.
Ég vil koma á framfæri þökkum til stærðfræðikennara í MR, fyrir að hafa náð að búa til það erfiðasta próf sem ég man eftir að hafa tekið á ævinni.
Ég kemst ekki einu sinni á einkunnaafhendinguna til að sjá hvort ég hafi fallið í einhverju eður ei. Ég verð á sjúkrahúsinu.
Annars gekk íslenskan ágætlega í dag. Það var bara svo heitur gaur að sitja yfir okkur í prófinu að ég vissi ekki hvert ég ætlaði.
Úff.
Hvað á ég að gera ef ég fell á árinu?
Bara líffræði, efnafræði og enska eftir :D:D:D:D:D:D
Ekki það að ég kunni ekki að reikna dæmi.
Prófið var bara byggt upp af öllum þyngstu dæmunum sem mögulega hægt var að búa til úr námsefninu.
Ég vil koma á framfæri þökkum til stærðfræðikennara í MR, fyrir að hafa náð að búa til það erfiðasta próf sem ég man eftir að hafa tekið á ævinni.
Ég kemst ekki einu sinni á einkunnaafhendinguna til að sjá hvort ég hafi fallið í einhverju eður ei. Ég verð á sjúkrahúsinu.
Annars gekk íslenskan ágætlega í dag. Það var bara svo heitur gaur að sitja yfir okkur í prófinu að ég vissi ekki hvert ég ætlaði.
Úff.
Hvað á ég að gera ef ég fell á árinu?
Bara líffræði, efnafræði og enska eftir :D:D:D:D:D:D
14/05/2007
Kvíðaröskun
Já góðir hálsar. Var í fyrra stærðfræðiprófinu í dag. Ég náði að öllum líkindum.
Seinna stærðfræðiprófið er á morgun.
Ég er full vonleysis.
Ég stóð sjálfa mig að því að vera að líta á kynningarblað um fjölbrautarskólakerfið, þ.e.a.s. ég var að kíkja hvað ég væri búin með margar einingar.
Ef ég myndi byrja í FVA í haust myndi ég byrja í
Stæ403
Þýs403
Ísl403
Efn303
Eðl103
Að öðru leyti væri ég búin með allt hitt. Þá er bara eftir valið og kjörsvið. Ég neita að taka meiri líffræði og jarðfræði.
Annars var ég búin að ákveða það kl. 4 í dag að ég væri fallin. Þá fór FVA ekki að líta svo illa út.
Æji, af hverju á ég svona bágt. Ég á samt ekkert bágt, ég held það bara.
Ókei. Ef ég fell þá er það annaðhvort FVA eða heimsendir.
Veðja á síðari kostinn.
Af hverju fer ég alltaf út í þessa umræðu fyrir hver einustu lokapróf?
Í dag borðaði ég ekkert í 9 klst. Ég var of stressuð.
Seinna stærðfræðiprófið er á morgun.
Ég er full vonleysis.
Ég stóð sjálfa mig að því að vera að líta á kynningarblað um fjölbrautarskólakerfið, þ.e.a.s. ég var að kíkja hvað ég væri búin með margar einingar.
Ef ég myndi byrja í FVA í haust myndi ég byrja í
Stæ403
Þýs403
Ísl403
Efn303
Eðl103
Að öðru leyti væri ég búin með allt hitt. Þá er bara eftir valið og kjörsvið. Ég neita að taka meiri líffræði og jarðfræði.
Annars var ég búin að ákveða það kl. 4 í dag að ég væri fallin. Þá fór FVA ekki að líta svo illa út.
Æji, af hverju á ég svona bágt. Ég á samt ekkert bágt, ég held það bara.
Ókei. Ef ég fell þá er það annaðhvort FVA eða heimsendir.
Veðja á síðari kostinn.
Af hverju fer ég alltaf út í þessa umræðu fyrir hver einustu lokapróf?
Í dag borðaði ég ekkert í 9 klst. Ég var of stressuð.
13/05/2007
Ecspresso.
Já góðir hálsar. Þýska má fara fjandans til. Prófið var allt of langt og allt of erfitt. Meiraðsegja Perlu fannst það, en hún bjó í Þýskalandi um nokkura ára skeið.
Helvítis.
Annars fórum við Perla beint á Snæfellsnesið eftir prófið, eftir smá stopp á Akranesi þar sem ég kaus. Þar á hún snoturt sveitasetur og hálft fjall.
Ecspressóvélin bjargaði bæði lífi mínu og geðheilsu um helgina.
Ég lærði mikið, en ekki nóg.
Skruppum á Landnámssetrið í Borgarnesi um helgina. Þar er sýning útfrá Egils-sögu. Voðalega fróðlegt. Nei, það var ekki til gamans gert. Það er íslenskupróf á miðvikudaginn.
Ég sé fram á svefnlausa nótt. Bæði vegna þess að ég á eftir að læra mikið og ég held að þessir tveir bollar af tvöföldu ecspressó sem ég fékk mér eftir kvöldmat eigi eftir að hafa langvarandi áhrif.
Viva la freedom. Bara 10 dagar.
Helvítis.
Annars fórum við Perla beint á Snæfellsnesið eftir prófið, eftir smá stopp á Akranesi þar sem ég kaus. Þar á hún snoturt sveitasetur og hálft fjall.
Ecspressóvélin bjargaði bæði lífi mínu og geðheilsu um helgina.
Ég lærði mikið, en ekki nóg.
Skruppum á Landnámssetrið í Borgarnesi um helgina. Þar er sýning útfrá Egils-sögu. Voðalega fróðlegt. Nei, það var ekki til gamans gert. Það er íslenskupróf á miðvikudaginn.
Ég sé fram á svefnlausa nótt. Bæði vegna þess að ég á eftir að læra mikið og ég held að þessir tveir bollar af tvöföldu ecspressó sem ég fékk mér eftir kvöldmat eigi eftir að hafa langvarandi áhrif.
Viva la freedom. Bara 10 dagar.
10/05/2007
Deutsch
Já góðir hálsar. Samhliða Eurovisionkeppninni hef ég verið að læra undir þýskupróf.
Lærdómurinn gekk með eindæmum vel, enda voru atriðin hver öðru hræðilegra.
Fötin, textarnir og dansatriðin. Hjálp.
Það eina jákvæða við þetta var hann Sigmar, enda snillingur. Svona eiga þessir eurovision þular að vera. Sprenghlæilegar lýsingar á búningunum ásamt kolsvörtum húmor. Serbía var með eina góða atriðið. Íslenska atriðið hefur sökkað alla tíð.
Söguprófið í morgun gekk vel. Gæti alveg búist við sjöu. Sjáum til.
Verð uppí bústað um helgina með Perlunni minni. Þar verður lært stærðfræði til að fyrirgera fall.
Úff.
Ég kom í útvarpinu í dag. Var tekið viðtal við mig vegna alþingiskosninganna. Ég er bara að verða fræg. Nú er búið að taka viðtal við mig í sjónvarpi vegna kennaraverkfallsins, útvarpi vegna alþingiskosninganna og Mogganum vegna neyslu minnar á fiski. Ég stefni á heimsfrægð á Íslandi.
Nú ætla ég að skella mér í að læra um hvort ákvæðisorð hafa beygingarendingu á undan lýsingarorðum eða ekki.
Oj.
Búlgaría komst áfram. Kill me now, please ....
Lærdómurinn gekk með eindæmum vel, enda voru atriðin hver öðru hræðilegra.
Fötin, textarnir og dansatriðin. Hjálp.
Það eina jákvæða við þetta var hann Sigmar, enda snillingur. Svona eiga þessir eurovision þular að vera. Sprenghlæilegar lýsingar á búningunum ásamt kolsvörtum húmor. Serbía var með eina góða atriðið. Íslenska atriðið hefur sökkað alla tíð.
Söguprófið í morgun gekk vel. Gæti alveg búist við sjöu. Sjáum til.
Verð uppí bústað um helgina með Perlunni minni. Þar verður lært stærðfræði til að fyrirgera fall.
Úff.
Ég kom í útvarpinu í dag. Var tekið viðtal við mig vegna alþingiskosninganna. Ég er bara að verða fræg. Nú er búið að taka viðtal við mig í sjónvarpi vegna kennaraverkfallsins, útvarpi vegna alþingiskosninganna og Mogganum vegna neyslu minnar á fiski. Ég stefni á heimsfrægð á Íslandi.
Nú ætla ég að skella mér í að læra um hvort ákvæðisorð hafa beygingarendingu á undan lýsingarorðum eða ekki.
Oj.
Búlgaría komst áfram. Kill me now, please ....
08/05/2007
Prófalestur. Óáhugaverð færsla.
Já góðir hálsar. Ég er orðin stúdent í dönsku. Hefur í för með sér heldur blendnar tilfinningar. Þar fer grein sem ég hef ekki þurft að hafa neitt fyrir. Í staðinn byrja ég í eðlisfræði næsta haust. Hlakka til.
Hlakka ekki til að missa söguna út.
Búin að vera uppí fjölbrautarskóla með Láru í allan dag. Við vorum báðar að læra undir sögupróf. Ég hef engar áhyggjur af sögu. Langar bara í 9, því allt er þegar þrennt er.
Ég var að átta mig á því að ég kann ekki neitt í þýsku. Prófið er eftir 2 daga. Ómæ.
Verð allan daginn á morgun að læra uppí fjölbrautarskóla. Það er rosalega fínt. Það fattar enginn annar að það má læra þar. Svo maður er næstum einn.
Held annars að ég eigi stóran þátt í því að meirihlutinn af bekknum mínum eigi eftir að ná dönsku. Getið þakkað mér seinna ...
,, I look to the future because that's where I'm going to spend the rest of my life.'' - George Burns
Hlakka ekki til að missa söguna út.
Búin að vera uppí fjölbrautarskóla með Láru í allan dag. Við vorum báðar að læra undir sögupróf. Ég hef engar áhyggjur af sögu. Langar bara í 9, því allt er þegar þrennt er.
Ég var að átta mig á því að ég kann ekki neitt í þýsku. Prófið er eftir 2 daga. Ómæ.
Verð allan daginn á morgun að læra uppí fjölbrautarskóla. Það er rosalega fínt. Það fattar enginn annar að það má læra þar. Svo maður er næstum einn.
Held annars að ég eigi stóran þátt í því að meirihlutinn af bekknum mínum eigi eftir að ná dönsku. Getið þakkað mér seinna ...
Var að horfa á 'I am David'. Sjúklega góð mynd.
,, I look to the future because that's where I'm going to spend the rest of my life.'' - George Burns
06/05/2007
Iris
Í prófstressinu í kvöld, eftir að hafa horft á Dexter, hlustaði ég bara á þetta lag.
I would give up forever yo touch you
Cause I know that you feel me somehow.
You are the closest thing to heaven that I'll ever be
and I don't want to go home right now.
And all I can taste is this moment
and all I can breathe is your life
cause sooner or later it's over
I just don't want to miss you tonight.
And I don't want the world to see me
cause I don't think that they would understand
When everything is made to be broken
I just want you to know who I am.
And you can't fight the tears that ain't coming
or the moment of truth in your lies.
When everything feels like the movies
you bleed just to know you're alive.
-Iris, Goo Goo Dolls
I would give up forever yo touch you
Cause I know that you feel me somehow.
You are the closest thing to heaven that I'll ever be
and I don't want to go home right now.
And all I can taste is this moment
and all I can breathe is your life
cause sooner or later it's over
I just don't want to miss you tonight.
And I don't want the world to see me
cause I don't think that they would understand
When everything is made to be broken
I just want you to know who I am.
And you can't fight the tears that ain't coming
or the moment of truth in your lies.
When everything feels like the movies
you bleed just to know you're alive.
-Iris, Goo Goo Dolls
Lærdómshöllin
Já góðir hálsar. Á föstudaginn fór ég í mitt fyrsta vorpróf sem var íslensk ritgerð. Ég valdi mér frábært umræðuefni; Höfuðborgin og landsbyggðin. Við gerðum það öll við sveitafólkið. Gekk bara vel. Ég var samt búin mjög snemma, en missti af strætó útaf Ingólfur var með bókina mína og ég þurfti að fá hana. Hann bætti mér það upp með að bjóða mér far heim.
Um leið og ég kom heim var pakkað öllum skólabókunum ofan í tösku ásamt sundfötum og náttfötum, því förinni var heitið uppí bústað yfir helgina með Láru og Valdísi. Við komum við í Bónus í Borgarnesi og versluðum mat ... eða réttara sagt nammi.
Við lærðum allt föstudagskvöldið. Enda hörkuskvísur. Fórum í pottinn í 5 mínútur.
Vöknuðum snemma á laugardagsmorgninum og ætluðum að skella okkur í sund í Borgarnesi til að byrja daginn. Lára ökuþór missti stjórn á bílnum í lausamölinni og við slæduðum á veginum eins og enginn væri morgundagurinn áður en við fórum útaf. Mér leið eins og þetta tæki heila eilífð og mér fannst við næstum lenda lóðrétt í vegarkantinum. En allt fór vel að lokum og enginn dó.
Lærðum svo allan laugardaginn. Ég lærði að sjálfsögðu bara stærðfræði, þrátt fyrir þá staðreynd að ég væri að fara í 3 klst stúdentspróf í dönsku á mánudeginum. Tók mig reyndar til núna í morgun og las aðeins í Dansk er mange ting.
En ég ætla bara að klára þetta blogg, borða grillmat, fara aðeins yfir dönskuna og horfá Dexter.
Kannski maður ætti að hringja í Ásgerði, svona aðeins til að sýna lit? ;)
Hejza.
Um leið og ég kom heim var pakkað öllum skólabókunum ofan í tösku ásamt sundfötum og náttfötum, því förinni var heitið uppí bústað yfir helgina með Láru og Valdísi. Við komum við í Bónus í Borgarnesi og versluðum mat ... eða réttara sagt nammi.
Við lærðum allt föstudagskvöldið. Enda hörkuskvísur. Fórum í pottinn í 5 mínútur.
Vöknuðum snemma á laugardagsmorgninum og ætluðum að skella okkur í sund í Borgarnesi til að byrja daginn. Lára ökuþór missti stjórn á bílnum í lausamölinni og við slæduðum á veginum eins og enginn væri morgundagurinn áður en við fórum útaf. Mér leið eins og þetta tæki heila eilífð og mér fannst við næstum lenda lóðrétt í vegarkantinum. En allt fór vel að lokum og enginn dó.
Lærðum svo allan laugardaginn. Ég lærði að sjálfsögðu bara stærðfræði, þrátt fyrir þá staðreynd að ég væri að fara í 3 klst stúdentspróf í dönsku á mánudeginum. Tók mig reyndar til núna í morgun og las aðeins í Dansk er mange ting.
En ég ætla bara að klára þetta blogg, borða grillmat, fara aðeins yfir dönskuna og horfá Dexter.
Kannski maður ætti að hringja í Ásgerði, svona aðeins til að sýna lit? ;)
Hejza.
03/05/2007
Búhú.
Já góðir hálsar.
Á næsta ári mun ég ekki vera meðlimur í ljósmyndafélagi MR. Það munaði 4 atkvæðum.
Frekar súrt að eiga 100 þúsund króna myndavél, og ekkert tilefni til að nota gripinn.
Ég er pínu leið. Mig langaði þetta svo rosalega rosalega mikið.
Ég nenni ekki að vera í ljósmyndaklúbb nffa aftur. Núna er stefnan tekin á Reykjavíkina.
Núna ætla ég bara að vera leið. Ætla að stunda eina hlutinn sem getur látið mér líða betur. Horfá Sex in the City.
Fyrrverandi formaður kveður.
Bæ.
Á næsta ári mun ég ekki vera meðlimur í ljósmyndafélagi MR. Það munaði 4 atkvæðum.
Frekar súrt að eiga 100 þúsund króna myndavél, og ekkert tilefni til að nota gripinn.
Ég er pínu leið. Mig langaði þetta svo rosalega rosalega mikið.
Ég nenni ekki að vera í ljósmyndaklúbb nffa aftur. Núna er stefnan tekin á Reykjavíkina.
Núna ætla ég bara að vera leið. Ætla að stunda eina hlutinn sem getur látið mér líða betur. Horfá Sex in the City.
Fyrrverandi formaður kveður.
Bæ.
Engin 4.M lengur ...
Já góðir hálsar. Ég er loksins búin að fá mér nýjan síma, og ég elska hann. Það er myndavél í honum. Ég sagði nú einu sinni að myndavélasími væri mesti óþarfi, en í dag nýttist mér myndavélin.
Í dag var nefnilega síðasti dagurinn í skólanum. Það var frekar sorglegt, því 4.M verður aldrei aftur til. Reyndar eru 11 vorpróf eftir, eitt próflokapartý og tjaldferð með árgangnum. Strákarnir keyptu 2 bækur handa Inga stærðfræðikennara og vindil. Ein bókin var leiðarbók fyrir rauðhærða. Svo sömdu strákarnir lag um hann.
Fengum við námseinkunirnar í dag. Fékk 10 í íþróttum, eina stelpan í bekknum. Svo fékk ég 8 í öllum greinunum nema 7 í þýsku og 6 í stærðfræði. Ég er sátt :D.
Ég sendi FM957 e-mail. Ég skráði Freyju í Bridget Jones leikinn. Hún var ekki sátt. Við gætum unnið utanlandsferð. Ég heyrði reyndar ekki þegar útvarpsfólkið las þetta upp en frétti að þeir hafi grátið.
Mætti á skólafund í dag. Þar þurfti að kjósa aftur í ljósmyndanefnd útaf kosningin var ólögleg. Ég vona að ég komist inn ... aftur =).
Fór í 22:20 bíó í gær. Mæli með Blades of Glory, en mæli ekki með því að fara svona seint að sofa. Svaf í 3 tímum í morgun.
Trúi því eiginlega ekki að prófin séu að byrja á morgun.
En ég ætla að fara heim til Gunnars í grillmat. Hjólandi í góða veðrinu.
,, Ég verð að viðurkenna það að mér leist ekkert á þennan bekk þegar við byrjuðum skólaárið, en þið eruð alltaf á uppleið.'' - Sagði Bjarni enskukennari við viðskilnaðinn í morgun ....
Í dag var nefnilega síðasti dagurinn í skólanum. Það var frekar sorglegt, því 4.M verður aldrei aftur til. Reyndar eru 11 vorpróf eftir, eitt próflokapartý og tjaldferð með árgangnum. Strákarnir keyptu 2 bækur handa Inga stærðfræðikennara og vindil. Ein bókin var leiðarbók fyrir rauðhærða. Svo sömdu strákarnir lag um hann.
Fengum við námseinkunirnar í dag. Fékk 10 í íþróttum, eina stelpan í bekknum. Svo fékk ég 8 í öllum greinunum nema 7 í þýsku og 6 í stærðfræði. Ég er sátt :D.
Ég sendi FM957 e-mail. Ég skráði Freyju í Bridget Jones leikinn. Hún var ekki sátt. Við gætum unnið utanlandsferð. Ég heyrði reyndar ekki þegar útvarpsfólkið las þetta upp en frétti að þeir hafi grátið.
Mætti á skólafund í dag. Þar þurfti að kjósa aftur í ljósmyndanefnd útaf kosningin var ólögleg. Ég vona að ég komist inn ... aftur =).
Fór í 22:20 bíó í gær. Mæli með Blades of Glory, en mæli ekki með því að fara svona seint að sofa. Svaf í 3 tímum í morgun.
Trúi því eiginlega ekki að prófin séu að byrja á morgun.
En ég ætla að fara heim til Gunnars í grillmat. Hjólandi í góða veðrinu.
,, Ég verð að viðurkenna það að mér leist ekkert á þennan bekk þegar við byrjuðum skólaárið, en þið eruð alltaf á uppleið.'' - Sagði Bjarni enskukennari við viðskilnaðinn í morgun ....
Engin 4.M lengur ...
Já góðir hálsar. Ég er loksins búin að fá mér nýjan síma, og ég elska hann. Það er myndavél í honum. Ég sagði nú einu sinni að myndavélasími væri mesti óþarfi, en í dag nýttist mér myndavélin.
Í dag var nefnilega síðasti dagurinn í skólanum. Það var frekar sorglegt, því 4.M verður aldrei aftur til. Reyndar eru 11 vorpróf eftir, eitt próflokapartý og tjaldferð með árgangnum. Strákarnir keyptu 2 bækur handa Inga stærðfræðikennara og vindil. Ein bókin var leiðarbók fyrir rauðhærða. Svo sömdu strákarnir lag um hann.
Fengum við námseinkunirnar í dag. Fékk 10 í íþróttum, eina stelpan í bekknum. Svo fékk ég 8 í öllum greinunum nema 7 í þýsku og 6 í stærðfræði. Ég er sátt :D.
Ég sendi FM957 e-mail. Ég skráði Freyju í Bridget Jones leikinn. Hún var ekki sátt. Við gætum unnið utanlandsferð. Ég heyrði reyndar ekki þegar útvarpsfólkið las þetta upp en frétti að þeir hafi grátið.
Mætti á skólafund í dag. Þar þurfti að kjósa aftur í ljósmyndanefnd útaf kosningin var ólögleg. Ég vona að ég komist inn ... aftur =).
Fór í 22:20 bíó í gær. Mæli með Blades of Glory, en mæli ekki með því að fara svona seint að sofa. Svaf í 3 tímum í morgun.
Trúi því eiginlega ekki að prófin séu að byrja á morgun.
En ég ætla að fara heim til Gunnars í grillmat. Hjólandi í góða veðrinu.
,, Ég verð að viðurkenna það að mér leist ekkert á þennan bekk þegar við byrjuðum skólaárið, en þið eruð alltaf á uppleið.'' - Sagði Bjarni enskukennari við viðskilnaðinn í morgun ....
Í dag var nefnilega síðasti dagurinn í skólanum. Það var frekar sorglegt, því 4.M verður aldrei aftur til. Reyndar eru 11 vorpróf eftir, eitt próflokapartý og tjaldferð með árgangnum. Strákarnir keyptu 2 bækur handa Inga stærðfræðikennara og vindil. Ein bókin var leiðarbók fyrir rauðhærða. Svo sömdu strákarnir lag um hann.
Fengum við námseinkunirnar í dag. Fékk 10 í íþróttum, eina stelpan í bekknum. Svo fékk ég 8 í öllum greinunum nema 7 í þýsku og 6 í stærðfræði. Ég er sátt :D.
Ég sendi FM957 e-mail. Ég skráði Freyju í Bridget Jones leikinn. Hún var ekki sátt. Við gætum unnið utanlandsferð. Ég heyrði reyndar ekki þegar útvarpsfólkið las þetta upp en frétti að þeir hafi grátið.
Mætti á skólafund í dag. Þar þurfti að kjósa aftur í ljósmyndanefnd útaf kosningin var ólögleg. Ég vona að ég komist inn ... aftur =).
Fór í 22:20 bíó í gær. Mæli með Blades of Glory, en mæli ekki með því að fara svona seint að sofa. Svaf í 3 tímum í morgun.
Trúi því eiginlega ekki að prófin séu að byrja á morgun.
En ég ætla að fara heim til Gunnars í grillmat. Hjólandi í góða veðrinu.
,, Ég verð að viðurkenna það að mér leist ekkert á þennan bekk þegar við byrjuðum skólaárið, en þið eruð alltaf á uppleið.'' - Sagði Bjarni enskukennari við viðskilnaðinn í morgun ....
Subscribe to:
Posts (Atom)