18/05/2007

Ríkjandi gen á x-litningi.

Já góðir hálsar. Bara tvö próf eftir. Efnafræðina verð ég að læra undir, en hver lærir undir ensku?

Ég var svo engan veginn í stuði til að læra undir líffræði. Þannig að ég lærði lítið sem ekkert. Renndi tvisvar yfir glósurnar hálfsofandi. Sex and the City var bara aðeins meira spennandi.

Gekk reyndar vel í erfðafræðihlutanum. Ekki svo vel í hinu. Sjáum til.

Annars voru einkunnirnar að koma í hús hjá fjölbrautarskólanemendunum. Vona að stelpunum hafi öllum gengið vel.

Lagið sem vann Eurovision í ár var dágott, og tók ég ástfóstri við því á tímabili. En svo fékk ég að vita um hvað textinn fjallaði. Það að syngja um hve bænin er æðisleg var ekki alveg að hitta í mark. Bara afsakið.

Það er svo heitt úti. Kannski maður fari að nota nýju línuskautana sem mamma gaf mér af því mér fannst mér ganga svo illa á stærðfræðiprófinu.

Annars er ég búin að vera dugleg í ræktinni síðustu 2 daga. Ef ég er dugleg á einum stað get ég ómögulega staðið mig í þeim næsta, þ.e.a.s. náminu.

Metnaðurinn hlýtur að koma aftur um helgina. Efnafræðin er svo skemmtileg.

Annars er ég er fara á skyndihjálparnámskeið í Reykjavík í fyrramálið. Þessvegna er ég ekki að fara í bekkjarpartý í kvöld. Ég þori samt ekki að keyra ein. Ojæja.

Lýst alveg ágætlega á að Sjálfstæðisflokkurinn sé að mynda meirihlutastjórn með Samfylkingunni. Svo lengi sem það eru ekki Vinstri grænir. Vonandi fara hlutirnir á sjúkrahúsum landsins þá að skána.

Nennir einhver að koma að leika?

Og sem meira er, nennir einhver að koma með mér til Danmerkur í ágúst?

Annars er ég eiginlega búin að ákveða, að ef ég fell á árinu, þá fer ég bara á málabraut á næsta ári, eða eitthvað. Ég er ekki reiðubúinn að skilja við skólann minn. Ætla hvort sem er ekkert að verða læknir eins og 99% af nemendum skólans.

Verð bara barbífatahönnuður. Mig langaði einu sinni alltaf að verða svoleiðis þegar ég yrði stór ....

No comments: