30/05/2007

Ullabjakk.

Já góðir hálsar. Dvölin á sjúkrahúsinu var síður en svo skemmtileg.

Ég kom þarna, fastandi, eldsnemma um morguninn og fór í aðgerðina á hádegi. Boy was I hungry. Skemmti mér nú bara við að sofa og horfá bíórásina. Ég fór auðvitað í rosalega flott spítalaföt og fékk að vera ein í stofu.

Eftir aðgerðina vaknaði ég með rosa sárabindi í nefinu og að drepast úr þorsta. Það átti eftir að einkenna dvölina þar næsta sólarhringinn.

Mamma, Gunnar, Lára og Ylfa voru best af því þau komu í heimsókn.

Ég gat ekki andað með nefinu þannig ég andaði bara með opinn munninn þannig ég varð þurr í munninum og þurfti að drekka mikið vatn. Þá gat ég ekki borðað neitt almennilega og drakk vatn í lítratali og fór á klósettið samkvæmt því. Þetta hvíta, sem myndast alltaf í munnvikunum þegar maður er þyrstur byrjaði einnig að myndast á öllum vörunum mínum.

Um nóttina gat ég ekkert sofið útaf ég anda alltaf með nefinu þegar ég sef. Þessvegna er ég þreytt núna. Ég horfði á 7 bíómyndir á meðan á innlegunni stóð.

Núna í morgun þegar læknirinn var að taka sárabindin úr nefinu varð ég alveg einstaklega hissa. Þau voru grínlaust svona 50 cm í hvorri nös. Engin furða að ég gat ekki andað.

Eftir að ég var komin heim fór ég með stelpunum uppí Grundaskóla. Ég saumaði mér kjól, Ylfa saumaði sér hettupeysu og byrjaði á sínum kjól en Lára kláraði líka sinn kjól. Rosalega duglegar. Allavega á miðað við Freyju sem ... tjah ... saumaði hjartapúða.

Svo var ég auðvitað að drepast úr spenningi útaf Ingólfur tók einkunnirnar mínar. Þær komu í dag. Ég féll í ólesinni stærðfræði, en ég fékk 7 í lesinni. Var frekar ánægð með restina, nema þýsku og efnafræði. Enda voru það ósanngjörnustu prófin ...

Ásamt ólesinni stærðfræði auðvitað. Var víst alveg rosalegt fall og allir grátandi á göngunum.

Ég grét þó ekki.

Tek bara endurtökupróf, og ef ég fell í því nenni ég ekki að taka árið aftur. Fer þá bara í FVA. Sætti mig örugglega alveg við það ...

Annars erum ég og Gunnar að fara til Reykjavíkur á morgun að skoða 2 íbúðir.

,, Æji þetta passar ekki. Það er bara krúttlegt fólk sem á að eiga svona krúttlega bíla. Ekki feitt fólk.'' - sagði ein mjög fordómalaus vinkona mín ....

No comments: