31/12/2007

Ný byrjun.

Já góðir hálsar. Í kvöld fögnum við komu nýs árs með flugeldum. Í mínu tilfelli með flugeldaáhorfi. Við keyrum alltaf rétt út fyrir Akranes um miðnætti og horfum yfir fjörðinn á höfuðborgina og flugeldana þar yfir. Það er mjög falleg sjón.

Ég var að vinna áðan. Það var ágætt. Missti reyndar af strætó í morgun og kom nokkrum mínútum of seint. Det går ikke. Við starfstúlkurnar eyddum mestum tímanum í lestur slúðurblaða, enda lítið að gera. Ég les öll helstu slúðurblöðin frá Ameríkunni inná kaffistofu í pásunum mínum, og við getum orðað það svo að ég sé orðin sérfræðingur. Vissuði að litla systir Britney Spears er ólétt, einungis 16 ára að aldri. Stórmerkilegt.

Jæja, þá er búið að setja saman öll mín húsgögn og koma öllum mínum eigum á sinn stað. Ég bjó meiraðsegja um rúmið mitt í morgun, mér fannst svo fínt inni hjá mér. Allir sem hafa séð íbúðina mína dásama hana. Þau eru á sama máli og ég, að hún sé alveg einstaklega notaleg. Það eru ljósakrónur í hverju herbergi, múrsteinar í stofunni og skreytt loft.

Verð að þakka Gunnari og Sverre alveg kærlega fyrir að setja saman fataskápinn minn, eftir að ég hafði gert heiðarlega tilraun til þess arna sjálf. Ég gat það ekki, enda lítill smiður.

Við Svala og Sverre fórum og fengum okkur take out mat frá litlum stað sem kallast Krua Thai í gær. Nafnið er fáránlegt og maturinn fáránlega góður. Eins og gerist oft í miðbænum lögðum við bílnum tæpt. Sverre bílstjóra gekk illa að koma okkur úr prísundinni þegar við ætluðum heim og endaði Svala á því að bakka út. Hann viðurkenndi að hún væri mun betri bílstjóri en hann sjálfur, og á allri minni löngu ævi hef ég aldrei séð þetta gert. Fróðlegt.

Árið sem er að líða hefur verið mjög viðburðaríkt, en það er ekki margt sem stendur upp úr. Leikritið Almost famous, það var góð reynsla. Sumarvinnan í Ölver var fróðleg. Þá veit ég allavega að ég vinn ekki aftur í sumarbúðum. Mér tókst að afreka það að kaupa íbúð 18 ára gömul, og setja hana svo á sölu sama ár. Ég hef flutt tvisvar.

Það sem var samt best í heimi var England. Við Sverre og Svala vorum að tala um það í gær, að í júlí þekktist ekkert af okkur. Í dag hefur maður eignast nýjan vinahóp, og ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst öllu þessu frábæra fólki í ferð sem ég fór í nauðug-viljug. Fyndið hvernig hlutirnir geta þróast.

Eins og staðan er í dag, hefur litli draumurinn minn ræst, eftir mikla erfiðleika síðastliðna mánuði. Ég er í skóla sem ég elska. Ég á fullt af vinum og kunningjum hérna í Reykjavík sem mér þykir vænt um. Ég er búin að finna mér vinnu sem ég kann vel við mig í. Ég leigi íbúð með tveimur skemmtilegum stelpum. Ég stend á mínum eigin fótum fjárhagslega án neinnar aðstoðar foreldra minna.

Í augnablikinu gæti lífið örugglega ekki verið betra. Nema kannski ef ég losnaði við einkirningasóttina strax og íbúðin yrði seld á morgun. En erfiðleikarnir eru bara til að gera mann sterkari. Allt sem maður hefur gengið í gegn um síðustu árin, allir erfiðleikarnir og vesenið, hefur bara gert mann að því sem maður er í dag. Ég er sátt við það hver ég er. Þroskaðri en flestir jafnaldrar mínir fyrir vikið. Sjálfstæð. Stend frammi fyrir bjartri framtíð.

Sérhver endir er ekkert annað en ný byrjun, og ég veit að þessi byrjun á eftir að leiða eitthvað gott í för með sér ...

Gleðilegt nýtt ár og þakka ykkur fyrir það gamla. Árið hefði ekki verið eins án ykkar.

28/12/2007

Að flytja.

Já góðir hálsar. Ég er stödd í miðjum flutningum. Skrifborðið, öll föt og allt dót er komið niður á Klapparstíginn. Fataskápurinn, rúmið, náttborðið og þvottavélin eftir.

Mér lýst rosalega vel á þetta. Herbergið mitt er rosa fínt. Vantar bara betri gardínur. Geri mér eina ferð í Ikea við tækifæri.

Jólin voru fín. Mikið sofið og horft á bíórásina. Þurfti að skipta þremur jólagjöfum. Fékk mér Harry Potter á íslensku, peysu og Sicko á dvd í staðinn. Þá á ég allar Harry Potter bækurnar á íslensku og allar myndirnar hans Michael Moore.

Fór á annan í jólum ballið á breiðinni. Það var eiginlega bara leiðinlegt. Sama hversu oft ég gef því séns, þá kemur það alltaf á daginn að Skagadjömmin aldrei undir væntingum.

Annars átti hann bróðir minn afmæli í dag. Hann varð 21 árs. Hann eyddi deginum í að hjálpa mér að flytja og eitthvað vesen. Örugglega ekki það skemmtilegasta sem hægt er að gera á afmælisdeginum, en svona er þetta ...

Íbúðin okkar er komin á sölu.

Í millitíðinni verður hún leigð út.

Lífið er að taka örum breytingum þessa dagana.

,, True love is like ghosts, which everyone talks about but few have seen.'' - Óþekktur ...

22/12/2007

Góðhjarta.

Já góðir hálsar. Afsakið fjarveruna. Ég hef vægast sagt verið upptekin.

Síðustu dagar hafa verið langir og viðburðaríkir. Með Þorláksmessunni á morgun hef ég unnið samtals í tæpa 90 tíma í Eymundsson, enda bíður mín feitur launatékki. Ég er hinsvegar algjörlega uppgefin. Þetta er samt svo gaman að það er allt í lagi. Fólkið er meira en æðislegt, kúnnarnir yfirleitt vinalegir og einu skiptin sem maður gerir sig að fífli er þegar einhver spyr um bók og vill fá að vita hvar hún er. Um daginn spurði mig maður hvar bókina Jarlhetturnar væri að finna. Mér fannst titillinn á bókinni sjálfur nú svo fáránlegur ...

Einkunnirnar eru komnar í hús. Var ekkert sátt fyrst, enda er ég að lækka mig allverulega í meðaleinkunn. En eftir að hafa hugsað málið aðeins betur ákvað ég að þetta væri alls ekki svo slæmt.

Annars er ein tía. Í mætingu. Samt er mætingarblaðið mitt stútfullt af fjarvistum, sem hafa verið afskrifaðir sem veikindi. Í eðlisfræði mætti ég bara í svona 70% af kennslustundunum, enda gekk mér langverst í því prófi. Mætingarblaðið segir reyndar að ég hafi bara mætt í 50% kennslustunda, en það hlýtur að vera eitthver villa. Lífræn efnafræði, sem er fag sem ég mætti í innan við 30% vegna veikinda og brautarskipta, kom ekkert sérstaklega vel út heldur, en við látum það slæda.

Restin er 7ur og 8ur ... Þar á meðal 8 í stærðfræði. Mjöööög glöð.

Jólaballið var svo haldið þann 18.desember á Broadway. Ég var að vinna með Berglindi til sjö, síðan var haldið heim til hennar að gera sig sætan. Ég var í nýjum kjól, á bíl og að sögn viðstaddra góðhjartaðasti einstaklingurinn á ballinu. Ég skutlaði fullum bíl af Garðbæingum heim og ég veit ekki hvað og hvað ...

Takk fyrir súkkulaðið, Perla mín.

Daginn eftir var ég í fríi. Eini frídagurinn fram að aðfangadegi, og var hann vel nýttur í að sofa út, kaupa jólagjafir og hitta gamla vini. Lára kom í innkaupaleiðangur með mér í Smáralindina. Ég keypti allar jólagjafirnar og skellti mér svo í bíó að því loknu. Dan in real Life varð fyrir valinu, enda lítið annað í boði. Góð mynd. Þann dag var ég einnig mjög góðhjörtuð. Ég bauð Láru í bíó.

Sökum gjafmildi minnar ákvað ég að gefa sjálfri mér jólagjöf. Ég gaf mér pils, klút og riiisastóra og 600 blaðsíðna sagnfræðibók, Historica. Ég bara varð. Núna verður gaman um jólin.

Núna er klukkan orðin tvö að nóttu, og ég er einmitt alveg rosalega dugleg í augnablikinu. Ég sópaði allt gólfið í íbúðinni áðan, setti í þvottavél og er að pakka í þessum skrifuðu orðum. Af hverju er maður alltaf duglegastur þegar maður hefur ekki tíma til þess að vera duglegur? Ég á að vera að sofa ...

Annars hef ég lofað sjálfri mér að standa mig betur á næstu önn. Það voru 450 kennslustundir á önninni og ég mætti ekki í 150 af þeim ... Reyndar vegna veikinda, en það er alveg sama. Á næstu önn verð ég aldrei veik. Fögur fyrirheit hér.

,, Seeing isn't believing. Believing is seeing.'' - Setning úr bíómyndinni Santa Claus II ...

16/12/2007

Juleferie.

Já góðir hálsar. Ég er komin í jólafrí.

Ég er samt að vinna í Eymundsson í Smáralind um jólin, og það ekkert lítið. Þannig ég er eiginlega ekkert í fríi.

Próflokadjammið. Það var spes. Dillon er samt frábær staður.

Fékk beitt skæri framan í mig af miklum krafti í gær. Fékk skurð, blæddi, en sem betur fer sést þetta lítið. Það er hættulegt að pakka inn gjöfum fyrir viðskiptavini.

Ég eeelska fólkið sem ég er að vinna með.

Jólaballið á þriðjudaginn. Þannig þangað til ... bæ.

12/12/2007

Fullkominn ófullkomnleiki.

Já góðir hálsar. Ég sit hér sveitt yfir eðlisfræðidæmum og blóta lífinu í sand og ösku.

Ég er svo andlega uppgefin á þessum prófkvíða mínum að það er að verða mér ófært að læra. Já, ég viðurkenni það alveg. Ég höndla ekki átta próf. Ég höndla bara sex.

Í 3.bekk voru það ellefu próf, í 4.bekk voru það tíu próf. Núna eru þau bara átta. Eða það hugsaði ég allavega. Bara átta. Ég hafði rangt fyrir mér.

Það að vera með einkirningasóttina og þurfa að taka bara átta próf er ógerlegt. Síðustu daga hefur það verið heilinn minn sem hefur drifið mig áfram þegar líkaminn hefur gefist upp. Nú hefur heilinn minn hefur snúist gegn mér líka. Ég er byrjuð að hugsa um að það sé allt í lagi að falla á stúdentsfagi. Hvað er að mér?

Helvítis eðlisfræði.

Þegar ég var á eðlisfræðibraut í einhverjum hundrað eðlisfræðitímum á viku fékk ég ógeð á faginu. Við höfum ekki náð að sættast ennþá. Við erum ennþá óvinir.

Ég var samt sem áður að fá mjög góðar fréttir í dag. Það er maður að koma að skoða íbúðina okkar á morgun, og ég get flutt á nýja staðinn strax á aðfangadag.

Ég var að fá slæmar fréttir í gær. Ég byrja að vinna í Eymundsson strax klukkustund eftir að síðasta prófinu lýkur. Og verð að vinna alla þá helgi til tíu á kvöldin. Ég segi sjálfri mér að ég þurfi þessa peninga, þessvegna sætti ég mig við þetta ... næstum því.

Annars er ég búin að vera í mjög dimmum hugsunum þessa dagana. Mér finnst önnin algjörlega ónýt. Ég eyðilagði hana, og aðrir eyðilögðu hana fyrir mér.

Ég bind miklar vonir við nýja staðinn. Þá getur maður kannski byrjað að vera hamingjusamur, svona í fyrsta skiptið í nokkurn tíma.

Þetta lagast allt þann 24.desember þegar kirkjukórinn syngur inn jólin með Heims um ból. Þá líður mér alltaf eins og lífið sé fullkomið.

,, Sometimes you just have to take the leap, and build your wings on the way down.'' - Kobi Yamada ...

09/12/2007

Stærðfræði á Snæfellsnesinu.

Já góðir hálsar. Helgin að taka enda og ég er komin heim úr sveitasælunni.

Ég og Perla lögðum af stað strax eftir íslenskuprófið á föstudaginn. Komum reyndar við í nýja bakaríinu hans Jóa Fel og keyptum okkur köku fyrst. Perla var gjörsamlega ósofin og ég gerði heiðarlega tilraun til þess að keyra. Eftir að ég var millimetra frá árekstri í hringtorginu hjá Mosfellsbæ varð Perla nú samt að taka við stýrinu.

Við hlustuðum bara á fjörug jólalög alla leiðina upp á Snæfellsnesið og sungum hástöfum með.

Þarna var allt snævi þakið. Okkar fyrsta verk eftir að lyklinum hafði verið snúið í skránni var að hlaupa upp í rúm og sofna. Sá fegurðarblundur var bráðnauðsynlegur, enda fimm próf að baki á fimm dögum, og maður hefur ekki endalausa orku.

Helginni var svo eytt í stærðfræði, sjónvarpsgláp, kaffidrykkju og rúsínuát.

Keyrðum heim í kolniðamyrkri áðan. Ennþá með jólalögin á fóninum. Sungum að sjálfsögðu hástöfum með.

Perla keyrði. Að sjálfsögðu.

Bara þrjú próf eftir. Bara fimm dagar í jólafrí.

,, The mind is everything. What you think you become.” - Guatama Buddha ...

06/12/2007

Hálfnuð.

Já góðir hálsar. Ég er hálfnuð.

Efnafræði, líffræði, þýska og enska búin.

Þýskan var hræðileg. Prófið var allt allt allt of langt og þungt. Það náði enginn að klára það. Djöfull verður vælt eftir áramót. Sérstaklega þar sem krakkarnir í spænsku og frönsku fengu tveimur blaðsíðum styttra próf. Helvítis þýskukennarar ...

Íslenska, stærðfræði, eðlisfræði og lífræn efnafræði eftir. Íslenskan á morgun og ég er ekki byrjuð að læra. Ég er samt búin með Njálu og er með fínar glósur úr rest þannig ég er ekkert fallin ...

Ég eldaði mér kvöldmat áðan. Beikon, egg og ristað brauð. Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Er ein heima núna í prófunum. Hefur sína kosti og galla. Ég er smá einmana, en það er gott að fá algjöran frið.

Fer uppí bústað með Perlu á morgun. Ætlum að læra þar stærðfræði alla helgina eins og síðast. Það er æðislegt.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1307455

Mæli með þessari frétt.

04/12/2007

Veikur.

Já góðir hálsar. Ég er óþekk.

Þegar ég kom heim úr líffræðiprófinu fékk ég mér að borða, horfði smá á sjónvarpið og ákvað að láta undan litla heilsuálfinum og lúra aðeins. Ég var að deyja.

Núna er klukkan átta að kvöldi og ég nývöknuð. Ég skánaði samt ekkert við þetta lúr. Mér líður ekki vel. Ég er með rosalegan hausverk, máttlaus, með kláða og svitna eins og svín þótt mér sé ískalt.

Þýskupróf á morgun, og ég ekki byrjuð að læra.

Það próf á örugglega eftir að ganga svipað og efnafræðin og líffræðin. Ekkert fall, en samt ekkert æðislegt.

Þetta tímabil er ekkert sérstaklega uppbyggjandi.

03/12/2007

Tossi!

Já góðir hálsar. Prófatörnin er hafin. Eitt búið, sjö eftir.

Efnafræðin var ekkert létt. Samt ekkert fall. Enginn skilaði inn prófinu fyrren bjallan hringdi.

Er búin að vera mjög upptekin í dag. Hef ekkert komist í að læra og það er að koma kvöldmatartími.

Líffræðin verður bara tekin í kvöld. Ójá.

Ég er víst í tossabekknum í árgangnum. Allavega að sögn vissra prestafkvæma.

Málið er að ég hef staðið frammi fyrir miklu vandamáli síðustu tvær annir. Ég er á náttúrufræðibraut, samt hata ég raungreinar. Hvað gera bændur þá? Úrræðin í MR eru alls ekki mörg. Þau eru:

1. Að fara á málabraut.
2. Að fara á eðlisfræðibraut 2.
3. Að fara á viðskipta- og hagfræðibraut.
4. Að skipta um skóla og fara í gegn um allt vesenið sem fylgir því.

Þá skulum við meta kostina. Ég hef prófað málabraut. Fannst það ekki nógu krefjandi. Þar að auki þyrfti ég að fara niður um ár til að læra upp alla latínuna og verða ári á eftir í skóla. Ekki séns.

Ég er búin að prófa eðlisfræðibraut 2. Gallinn var sá að eðlisfræði er raungrein og því miður uppistaðan í náminu.

Ég er einstaklega hrifin af kosti númer þrjú. Gallinn er sá að þessi braut er ekki kennd í MR. Bara málabraut og náttúrufræðibraut.

Kostur númer fjögur. Hversu oft ég hef íhugað þennan kost er ekki hægt að henda reiður á. Niðurstaðan hefur samt ætíð verið sú að MR er bestur og eftir að hafa stundað nám þar er enginn annar skóli samboðin þeim erfiðleikastuðli sem þar er við lýði.

Þar af leiðandi er ég í "tossabekknum".

Ég hugsaði nefnilega með sjálfri mér að lífið væri ekki þess virði að pína sig áfram í einhverju sem þér finnst leiðinlegt. Þessvegna læt ég pína mig áfram í því sem mér finnst leiðinlegt, bara í því minnsta mögulega magni sem náttúrufræðibrautir í MR bjóða upp á.

Ég kýs að lifa á fornri frægð og varpa spurningunni fram um það hver dúxaði í grunnskóla hérna fyrir nokkrum árum síðan ...

Svarið við þeirri spurningu gefur mér alltaf smá hughreystingu. Ég er ekki tossi.

,, Líf sérhverrar manneskju er vegur heim til hennar sjálfrar. '' - Hermann Hesse ...

01/12/2007

Prófalestur.

Það er laugardagur.

Efnafræðihelgin mikla hefur gengið í garð.

Ég byrjaði að læra klukkan tíu í morgun. Núna er klukkan að ganga fjögur.

Afrakstur; ömurlegur.

Las frá blaðsíðu 528-577 í hinni æðisgengnu Chemisty the Central Science. Það er bara 13.kafli ...

Djöfull.

Ég er of veik til að standa í þessu.

Ég segi bara eins og félagar mínir í Blue October ... I want to swim away, but don't know how.

Ég þarf samt ekkert að örvænta.

Ég hef símanúmerið hjá Má Björgvinssyni ...

30/11/2007

Sviti.

Já góðir hálsar.

Ég fór í skólann í gær. Þegar ég kom heim úr skólanum ætlaði ég að leggja mig aðeins, ég var svo uppgefin eftir daginn. Ég vaknaði klukkan sjö í morgun. Í kjölfarið gleymdi ég afmælinu hennar Láru minnar. Ég er að verða vond manneskja.

Útborgunardagur í dag. Ég get unað vel við mitt.

Bara mánuður í að ég flytji niður í miðbæinn inn til Svölu og Kristjönu, nemenda í Kvennaskólanum. Það verður áhugavert ævintýri. Ég hlakka ekkert smá til. Klapparstígur 17, hér kem ég ... bráðum.

Ég fór ekki í skólann í dag. Vaknaði í morgun með höfuðverk, ógleði, hita og mér til yndisauka var ég kósveitt. Það er farin að verða reglulegur liður í lífi mínu. Ég er alltaf sveitt, en samt alltaf kalt. Vegna fjarveru minnar úr skólanum í dag gat ég ekki keypt miða á jólaball MR-inga. Vonum að það reddist einhvernveginn.

Það sem af er deginum hef ég legið uppi í sófa og lesið Inquiry into Life. Það gengur alveg ágætlega að læra undir jólaprófin ..

Mér hefur verið tilkynnt að ég megi ekki drekka næstu 6 mánuði ef ég vilji ekki deyja fyrir aldur fram. Starfsemi lifrinnar hjá mér er í rugli sökum sjúkdómsins og ef ég drekk ofan í það gæti ég átt á hættu að skemma í mér lifrina, sem gæti háð mér ævilangt.

Gaman af því.

Annars rakst ég á grein í tímaritinu Nýtt líf. Mig minnir að hún hafi borið yfirskriftina "Verður þú kærastalaus um jólin" og greinin fjallaði um það hvernig þú ættir að takast á við þann hræðilega hlut. Finnst konum þetta virkilega vera vandamál? Það eina sem mér finnst leiðinlegt við að eiga ekki kærasta núna yfir hátíðirnar er að þá fæ ég ekki einni jólagjöfinni meira.

Eftir 15 daga verða prófin búin.

Þá verður ekkert próflokadjamm á Jóhönnu. Onei, hún verður á bíl ...

,, Snilld er 1% innblástur og 99% sviti.'' - Thomas A. Edison ...

28/11/2007

Kláði

Já góðir hálsar.

Ég var spurð að því í kaldhæðni um daginn af hverju ég skrifaði alltaf svona upplífgandi bloggfærslur. Í tilefni af því hef ég ákveðið að skrifa eina í viðbót.

Ég er komin með ógeð á veikindunum. Það eru að verða tvær vikur síðan ég fór síðast í skólann. Ég hef bara endrum og sinnum orku til þess að læra eitthvað af viti, og ekki nema fjórir dagar í fyrsta próf. Í dag vaknaði ég klukkan fimm í morgun og byrjaði að klóra mér eins og alltaf. Eftir blóð, svita og tár náði ég að lesa fyrstu 30 blaðsíðurnar í eðlisfræðibókinni. Síðan skellti ég mér niður í miðbæinn. Ég fór til Báru Daðadóttur þjónustufulltrúa í Landsbankanum og fékk minn þriðja auðkennislykil. Að sögn bankans var þetta einn sá síðasti á landinu. Ég lofaði að týna þessum ekki líka.

Svo rölti ég í klippingu. Ég, sem hef ekki rennt greiðu í hárið á mér síðustu vikur, ákvað að núna ætti veikindatímabilinu að ljúka. Það er að segja útlitslega séð. Mér líður ennþá veikt.

Eftir ánægjulega stund í þægilegum stól gerði ég heiðarlega tilraun til þess að læra meira. Ég fór á bókasafn Kópavogs. Kom mér vel fyrir í stólnum og tók eðlisfræðibækurnar uppúr töskunni. Eftir 40 mínútur varð ég að gefast upp.

Ég gat ekki einbeitt mér, mig klæjaði svo mikið. Þetta er hætt að vera fyndið gott fólk. Ég er búin að vera með þessi útbrot í 2 vikur, og mig klæjar ekkert lítið í þessi rauðu svæði sem virðast geta stungið sér upp hvar og hvenær sem er. Læknarnir segja mér að klóra mér ekki. Það er bara ekki hægt. Ég er að verða brjáluð.

Ég þaut heim, beint úr fötunum og klóraði mér og klóraði. Ég er enn að.

Verð samt að hætta þessu. Ég er komin með lítil sár út um allt og það blæðir úr sumum. Det går ikke.

Ég hef ekkert að segja. Nema ég ætla í skólann á morgun.

Ég vorkenni mér alveg svakalega í augnablikinu.

,, I cannot live without books. '' - Thomas Jefferson ...

24/11/2007

Afneitun.

Já góðir hálsar. Dæs.

Eftir ömurlega viku sem einkenndist af því að sofa, horfá sjónvarpið, læra og sofa meira, fékk ég ógeð. Ég gat ekki mögulega hugsað mér að vera veik lengur eftir að hafa legið andvaka heilu næturnar vegna verkja, ælt heilu máltíðunum og leiðst meira en sjálfum ... Ókei engum hefur leiðst eins mikið og mér. Þannig ég ákvað bara að ég gæti þetta ekki lengur. Það eru takmörk fyrir því hvað maður getur skemmt sér vel einn.

Þannig ég ákvað að afneita sjúkdómnum. Hann mun reyndar fylgja mér næstu 6 mánuðina, þar sem munnvatnið mitt er bráðsmitandi. Passið ykkur á að kyssa mig ekki, og ekki nota sama glas og ég, eða borða af sömu samloku og ég. Strákar eru frekar í áhættu. Pas på.

*myndafeinhverjuáhugaverðu*

Ég fór meiraðsegja í starfsþjálfun í nýju vinnunni minni í dag, í þykjustunni full af orku, og ég elska hana meira en allt. Ég elska bækurnar, starfsfólkið og jólaandann. Eymundsson í Smáralind er klárlega málið. Einkennisbúningurinn minn er krúttlegt, grænt lyklakippu-hálsband með engum lyklum á.

Ég er líka búin að ákveða að ég fari í skólann á mánudaginn. Þá þarf ég að skila ritgerð, tveimur skýrslum og taka tvö próf. Ég eeeelska MR.

Á morgun, einkatímar. Ingólfur og Berglind ætla að hjálpast að að leiða mig í gegnum hina óralöngu frumskóga efnafræði, stærðfræði og lífrænnar efnafræði. Reyndar er stærðfræði frumskógurinn ekkert langur. Bara einfaldlega ... til staðar.

Fall. Kemur ekki til greina.

Fékk kort frá bekknum mínum. Framan á var mynd af mér með trefil og ljóst hár. Innan í var ljóð um mig og undirskrift frá öllum, meiraðsegja stærðfræðikennaranum. Þau sögðu mér að láta mér batna. Þau eru sæt.

Starfsfólkið sem er að vinna með mér tók eftir því hvað augun mín eru gul. Af hverju geta þau ekki hætt að vera gul. Þetta er ógeðslegt.

En ókei. Lærdómur á laugardagskvöldi.

Hvenær eignast ég líf ...

,, Ókei, þegar þessi vika er búin, þá á ég mér loksins líf.'' - Segir maður alltaf um leið og einhverri brjálaðri lærdómsvikunni er lokið, en svo kemur alltaf önnur, og önnur, og önnur ....

19/11/2007

Spítalavist.

Já góðir hálsar. Á föstudagskvöldið var MR að keppa í Morfís og svo var tebó í kjölfarið. Ég eyddi nóttinni á bráðamóttöku Landsspítalans í staðinn.

Á laugardaginn var embættismannaferð. Ég var á Akranesi, veik.

Á sunnudaginn var ég svo lögð inn á spítalann og þurfti að dvelja þar í sólarhring. Ég hafði ekki haldið neinu niðri í 4 daga, var með vökvaskort og pissaði blóði.

Var greind með þvagfarasýkingu og einkirningasótt. Spurning hvort maður komist í skólann það sem eftir er af önninni. Ég ætla samt að taka jólaprófin. Ég ætla.

Mér leiðist sjaldan jafnmikið og þegar ég er á spítala. Allir vilja stinga mig með sprautum og maturinn er óætur. Magnús, Lára og Ragnheiður komu reyndar í heimsókn og Magnús lánaði mér nokkrar dvd myndir. Annars hefði ég dáið.

Það er leiðinlegt að vera veikur.

,, Dreams have only one owner at a time. That's why dreamers are lonely.'' - Erma Bombeck ...

13/11/2007

Dægrastytting.

Já góðir hálsar. Helginni lokið og vikan hálfnuð. Tíminn er farinn að líða svo hratt.

Um helgina fór ég á rúntinn með Magnúsi og Huldu. Við áttuðum okkur á því að það eru 15-16 mánuðir þangað til við verðum tvítug. Sjokkerandi. Mig langar ekki á þrítugsaldurinn strax. Það samsvarar barneignum, hjónaböndum og alls konar ábyrgð. Ég er að verða gömul ...

Annars gerði ég lítið sem ekki neitt þessa helgina. Lá bara uppá Akranesi í veikindum, lærði og hitti fólk. Reyndar glápti ég líka pínku á sjónvarpið, en ég mátti það alveg. Mamma og pabbi voru að fá sér risastóran flatskjá inn í stofu og nýjan sófa. Mjög góð ástæða til að fara að stunda föðurhúsin oftar.

Ég er lítið búin að sofa það sem af er af vikunni, enda 4 próf af baki. Ég tek bara 8 próf á þessum tæpu 3 vikum sem eftir eru í jólaprófin, og svo 8 jólapróf. Þá er ég líka búin. Við tekur Eymundsson og vonandi einhver skemmtilegheit.

Það eru bara um 30 dagar í jólin. Get ekki beðið eftir að kaupa jólaskraut og jólatré í nýju íbúðina. Hún á að vera jólaleg líka. Ég þarf að fara um helgina í Skífuna og kaupa mér geisladiska með jólalögum á. Það er alltaf verið að auglýsa það í sjónvarpinu, og ég verð bara veik mig langar svo að fara að heyra öll gömlu, góðu lögin. Mig langar líka á jólatónleikana hjá Frostrósum OG hjá Bó Hall. Mig langar svo mikið eitthvað.

Annars er klukkan að verða þrjú að nóttu, og ég er orðin svo þreytt að ég get ekki sofnað. Mig verkjar í augun. Ég hef ekki gert neitt í allan dag nema koma röð og reglu á fatapantanirnar hjá MR-ingunum. Telja sortir, liti og stærðir. Þetta eru föt fyrir tvær milljónir, og ekkert lítið af fötum heldur. Úff. Það er samt gaman í bekkjarráði ... lofa.

Gærdagurinn mun fara í það sama, en þá vona ég að ég nái að sofna eitthvað. Miðvikudagar eru reyndar Grey's Anatomy dagar. Ég læt ekkert stöðva mig í að horfa á þáttinn.

Fæ mögulega vottorð í leikfimi út önnina vegna vírussýkingarinnar. Svalt.

,, Hvernig getið þið borðað þetta. Þetta er eins og hundrað ára gamalt typpi með frönskum.'' - Sagði Hulda svo pent þegar við Magnús vorum að gæða okkur á skútupylsu ...

08/11/2007

Ný vinna, ný úlpa.

Já góðir hálsar. Ég varð aftur veik.

Á miðvikudagsmorguninn keyrðum við systkinin upp á Akranes þar sem ég átti tíma hjá lækni. Mamma kom með mér. Læknirinn var rússneskur og ákvað að senda mig í blóðprufu morguninn eftir. Það skemmtilegasta sem ég geri gott fólk. Í morgun mætti ég sem sagt mínum stærsta ótta, sprautu. Læknirinn sem tók blóðprufuna var samt svo góður að taka mig afsíðis og leyfði mér að liggja. Annars hefði þetta farið eins og áður, yfirlið og mikil geðshræring.

Læknirinn sagði að ég hefði örugglega fengið vírussýkingu og það tæki mig einhvern tíma að jafna mig, þannig ég gæti orðið slöpp eitthvað lengur og fengið hita. Alltaf gaman að vera veiklíngur.

Hulda er samt meiri veiklíngur heldur en ég.

Það var samt mjög gott að vera á Akranesi í sólarhring. Ég fékk tvær heitar máltíðir, hitti Magnús, Láru og Ylfu og las helling í Njálu. Núna á ég bara 48 blaðsíður eftir.

Á morgun verð ég samt að fara í skólann, sama hvað öll heilsa segir. Ég þarf að taka 2 þýskupróf, eðlisfræðipróf og skila verkefni í lífrænni.

Mamma og pabbi gáfu mér úlpu áðan í fyrirfram jólagjöf. Það er ekki hægt að láta veikt barnið ganga um í neinu öðru en góðri úlpu, svona þegar Kári er byrjaður að láta á sér kræla. Hún er risastór og svört með loðkraga. Svo ekki sé nú minnst á hlý líka. Ég elska hana strax jafnmikið og annan handlegginn á mér.

Annars er ég komin með nýja vinnu í Pennanum í Smáralind. Ég elska bækur, þannig það verður gaman að vinna í kring um það um jólin. Ég var vöruð við að þetta yrði mikil vinna. Það er gott að vinna mikið. Gott fyrir sálina.

En ég ætla að hætta að gera þennan óþarfa og demba mér í lærdóminn. Ætla að stunda hann mikið næstu daga, svona í tilefni af því að ég verð á Akranesi um helgina, og þar er ekkert annað hægt að gera ...

,, Viltu ekki bara taka bæði prófin á morgun og ég gef þér nokkrar mínútur aukalega? '' - Spurði þýskukennarinn minn, en þar af leiðandi tek ég tvö skemmtileg próf í sama tímanum á morgun ....

06/11/2007

Væluskæl.

Já góðir hálsar. Það fer að styttast í jólaprófin.

Ég fer í próf 3, 4, 5, 6, 7, 10, 13 og 14.des. Vúhú. Hef bara áhyggjur af síðustu tveimur, lífrænni efnafræði og eðlisfræði, en það hlýtur að reddast. Það hefur alltaf gert það.

Annars er ég orðin atvinnulaus. Ég var engan veginn að fíla móralinn inni í Blómaval og bakið mitt þolir ekki að sitja á kassa í 9 tíma á dag. Ég fæ að vita það á morgun eða hinn hvort ég fái vinnu í Pennanum um jólin. Ef ekki er ég að fara að taka rúnt í Kringlunni í lok vikunnar og sækja um eitthvað sniðugt.

Ég er búin að vera rosalega slöpp í dag og í gær. Í gær sofnaði ég rétt eftir kvöldmat og vaknaði ekki fyrr en 8:14 morguninn eftir. Þrátt fyrir að hafa steinsofið í 12 tíma í nótt var ég samt eitthvað slöpp í dag líka. Ég nenni ekki að verða veik aftur. Held að ég sé komin með hita og ég get ekki einbeitt mér fyrir hausverk.

Er að fara í feitt þýskupróf á morgun úr öllu námsefni sem við höfum tekið í vetur. Þýsk málfræði er ekki beint skemmtileg. Get ekki beðið eftir sumrinu. Þá verð ég útskrifuð í ensku, þýsku, lífrænni efnafræði, efnafræði og eðlisfræði. Verður reyndar hrikalegt að taka 5 stúdentspróf í vor, en blelli maður, það reddast.

Ég held að þetta verði bráðum kosið vælublogg Íslands.

,, If you born an original, don’t die a copy.'' - John Mason ...

04/11/2007

Garg.

Já góðir hálsar. Helgin er búin að vera ömurleg.

Vinnan er ógeð, bústaðaferðin með bekknum var ekkert spes ... og ég er að deyja í bakinu þökk sé Blómaval.

Ég var að koma heim úr vinnunni, klukkan er að verða tíu og ég er ekki byrjuð að læra undir stærðfræðiprófið sem er á morgun. Get ekki einu sinni lært, ég er svo reið útí alla.

Ég segi upp á morgun.

Næsta vika verður helvíti líka. Fjögur próf í minnsta lagi, tvær skýrslur og einn fyrirlestur.

Næstu helgi ætla ég að eyða uppá Akranesi. Ég veit ekki alveg hvað ég þarf í augnablikinu, en ég skýt á það.

Ekkert jafnast á við góðar vinkonur sem maður hefur átt í meira en áratug. Þær hlusta alltaf.

,, Er allt í lagi með þig?'' - Spurði Hinrik mig eftir að ég datt niður stigann í bústaðnum ...

01/11/2007

Mesta blekking nútímans.

The Truth Behind the Fantasy of Pornby Shelley Lubben, former porn actress

Kynþokkafullar og íturvaxnar klámstjörnum eru kannski ein mesta blekking allra tíma. Treystu mér, ég veit það. Ég gerði þetta í langan tíma og ég gerði þetta því ég var gráðug í peninga. Ég var í rauninni ekki mikið fyrir kynlíf, og í rauninni langaði mig bara ekkert I það. Ég var meira fyrir flöskuna mína af Jack Daníels en þessa gæja sem mér var borgað að feika það með. Þar hafið þið það, engar af okkur klámstjörnunum líkar við það að leika í klámmyndum. Staðreyndin er sú, við hötum það. Við hötum að vera snertar og niðurlægðar af einhverjum illa lyktandi, sveittum ókunnugum mönnum sem eru alveg sama um okkur. Sumar af okkur hata þetta svo mikið að þú getur heyrt þær kasta upp milli atriða. Aðrar fara út í smók og reykja endalaust af Marlboro lights.

Þetta er kannski ekki alveg hugmyndin sem þú hefur um okkur. En Klámiðnaðurinn vill að þú haldir að við klámstjörnurnar elskum kynlíf. Iðnaðurinn vill að þú haldið að við njótum að vera niðurlægðar og smánaðar í hinum ýmsu viðbjóðslegu atriðum. Sannleikurinn er sá að við klámstjörnurnar höfum oftar en ekki mætt í sett og ekki vitað um ýmsar kröfur sem framleiðandinn vill að við gerum, og ef við erum ekki til er okkur sagt að fara án þess að fá borgað. Þá er annaðhvort að vinna, eða aldrei að fá vinnu aftur. Ég veit að þetta er okkar val, en sumar okkar þurftum á peningunum að halda. En málið er að þeir ráðskast með okkur, við neyddar og okkur hótað. Fyrir sumar okkar hefur afleiðingin verið HIV smit. Ég persónulega fékk herpes sem er ólæknandi smitandi sjúkdómur.. Ein vinkona mín í bransanum fór heim eftir langar tökur og skaut sig.. Hún er nú látin..

Ég held að ég geti pottþétt sagt, að þær konur sem ákveða að verða klámstjörnur, ólust ekki upp í heilbrigðu umhverfi sem börn. Og margar konur í þessum bransa viðurkenna það fúslega að þær voru kynferðislega misnotaðar, andlega kúgaðar, líkamlega barðar eða átt foreldra sem hugsuðu ekki nægilega um þær. Sumar þeirra var nauðgað af ættingjum eða misnotaðar af nágrannanum. Ég get sagt þér það að þegar við vorum litlar stelpur langaði okkur að leika okkur við dúkkur og verða mömmur, en ekki fá sveitta og stóra karla ofan á okkur. Þetta sama ofbeldi sem við upplifðum þá, upplifum við aftur þegar við leikum fyrir framan myndavélarnar, og við hötum hverja einustu mínútu. Oft notum við áfengi og eiturlyf til að deyfa okkur. Og því lengur sem við erum í bransanaum notum við meira og meira af þessum deyfilyfjum. Við lifum í stöðugum ótta við að smitast af eyðni og að smitast af einhverjum kynsjúkdómum. Framleiðendur klámmynda vilja gera þetta sem raunverulegast fyrir áhorfandann svo þeir leyfa okkur ekki að nota smokka.. Áhyggjur og kvíði að fá Herpes, syphilis, chlamydia og flr sjúkdómar er okkar daglega brauð. Við förum í test á mánaðarfresti, en við vitum að testin koma samt ekki í veg fyrir að við getum fengið þessa sjúkdóma. Og fyrir utan þetta allt þetta og sjúkdómana sem þú getur fengið með því að leika í klámmynd, þá eru margt sem við gerum sem er svo hættulegt. Margar okkar hafa bókstaflega eyðilagt líkama okkar og skaðað.
Þegar vinnudegi líkur hjá okkur klámstjörnunum, förum við heim og reynum að lifa eðlilegu lífi og eiga eðlileg samskipti í samböndum okkar. Málið er sumir af kærustum okkar eru svo afbrýðisamir að oft verðum við fyrir líkamlegu ofbeldi heima, Þannig í staðinn giftumst við oftast klámmyndaleikstjórum á meðan sumar kjósa lesbísk sambönd.

Þegar við eigum frí erum við eins og zombies / uppvakningar, með bjór í annarri hendi og skot í hinni. Við erum ekki mikið fyrir að taka til svo við búum við í drasli og ógeði. nema þegar við ráðum til okkar hreingerningakonu til að taka til eftir okkur. Klámmyndastjörnur eru eru heldur ekki bestu kokkar í heimi. Að panta inn mat er eðlilegt fyrir okkur, en í flestum tilfellum köstum við upp eftir að við borðum því við erum flestar með búlemíu.

Þær klámmyndstjörnur sem eiga börn.. þá erum við verstu mæður í heimi. Af engri ástæðu öskrum við á börnin okkar og lemjum þau.. Yfirleitt erum við dópaðar eða fullar og oftar en ekki er það í verkahring ungra barna okkar að pikka í okkur á gólfinu til að vekja okkur. Og þegar við fáum kúnna heim, læsum við börnin okkar inn í herbergi og segjum þeim að þegja.. Ég gaf dóttir minni símboða og sendi hana alltaf út.. og lét hana vita hvenær henni var óhætt að koma heim.
Sannleikurinn er sá að það er enginn dýrðarljómi í kringum klám, þetta er allt lygi. Ef að betur er að gáð þá er ýmislegt sem að klámiðnaðurinn vill ekki að þú sjáir. Sannleikurinn er bara sá að við klámleikkonur sjáum ekki fyrir endann á skömminni og sársaukanum, en við getum ekki hlotið endurreisn einar. Við þurfum ykkur konur og menn menn til að berjast fyrir frelsi okkar og færa okkur mannorð okkar aftur. Við þurfum á ykkur til að halda utan um okkur á meðan við grátum þangað til okkar djúpu sár læknast. Við viljum að þið hendið klámmyndunum sem við erum í til að hjálpið okkur að púsla lífum okkar aftur saman. Við þurfum á því að halda að þið biðjið fyrir okkur næstu 15 ár svo guð heyrir og gefi okkur endurreisn á okkar brotna lífi…
Ekki trúa lyginni lengur. Klám er ekkert annað en uppgert kynlíf og lygar á DVD diski.. Treystu mér.. ég veit!!!

Þetta bréf er tileinkað öllum þeim klámstjörnum sem hafa fengið HIV, dáið af völdum eiturlyfja eða fyrirfarið sér…

Bréfið skrifar kona að nafni Shelley sem er fyrrverandi klámstjarna og vændiskona. Henni tókst að snúa lífi sýnu til betri vegar og hefur nú helgað líf sitt því að hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Hún afhjúpar á sláandi hátt hvernig raunveruleiki margra klámstjarna er, sem algerlega sýnir fram á það að klámstjörnur eru mesta blekking nútímans.. Hvað finnst þér?

30/10/2007

Jólin, jólin allstaðar.

Já góðir hálsar. Ég get ekki sofið. Ég svaf heilu og hálfu dagana þegar ég var veik og það virðist ætla að duga mér eitthvað áfram.

Ég fór út á land bæði á sunnudaginn og mánudaginn, og það var snjór yfir öllu. Veturinn er að ganga í garð. Á sunnudeginum skelltum við heimilisfólkið okkur á Geysi. Maður verður víst að sýna útlendingnum landið aðeins, þó það nú væri. Hann á eftir að sjá svo margt. Gullfoss og Þingvellir eru á listanum, og svo langar honum rosalega að sjá Norðurland. Því ákvað ég að við færum norður milli jóla og nýárs og skelltum okkur á snjóbretti. Svo verður að sjálfsögðu stoppað hjá ömmu og afa á Hvammstanga í leiðinni og fengið sér eitthvað í gogginn.

Á mánudaginn var Njáluferð. Árgangurinn komst í 3 rútur, og voru Hilla, Kristín og Berglind góðir ferðafélagar. Ég lærði ekki mikið í ferðinni, enda lestri bókarinnar ekki lokið og snjórinn var meira freistandi heldur en kennslan. Ég lærði þó, að það er ekki hægt að sofa í rútu. Til að drepast ekki úr leiðindum voru teknir nokkrir klassískir drepa-tímann-leikir. Það kom virkilega á óvart hvað það reyndist gaman, enda þarf ekki mikið til að skemmta mér. Hápunktar ferðarinnar eru án efa þegar Trausti datt með hausinn ofan í lækinn og þegar við þurftum að snúa við til að ná í Skender, en hann gleymdist hjá einhverjum fossi greyið.

En já. Snjórinn er kominn, jólaskreytingarnar eru komnar í Blómaval og Húsasmiðjuna. Það þýðir bara eitt, jólin eru í nánd. Nánar tiltekið eftir 53 daga. Jólin eru uppáhalds tími ársins hjá mér. Ég ætla að kaupa jólatré og hafa hér í íbúðinni. Ég ætla að skreyta og búa til snjóengla, skrifa á jólakort og kaupa jólagjafir, horfá teiknimyndir á aðfangadag og drekka heitt kakó. Jólunum verður vonandi eytt í Pennanum í Smáralind með Berglindi, en ég sótti um vinnu þar í gær.

Ég man þegar maður bar út jólakortin þegar maður var lítill. Þá fórum við systkinin í jólasveinabúninga, skelltum á okkur skeggi og hlupum á milli húsa. Líka þegar minn árgangur flutti jólasveinaleikritið í 7.bekk um jólasveininn sem fór til Hollywood. Ég sakna litlu jólanna í skólanum og jóladansleikjanna sem maður fór alltaf á. Maður lærir hinsvegar að meta jólin betur með aldrinum og njóta þeirra. Það geri ég allavega.

Ég vil jól. Samt ekki jólapróf. Það eru bara 4 vikur í prófin, og ég kann ekki skít í lífrænni efnafræði, efnafræði og eðlisfræði. Það var ekkert allt of sniðugt að skipta um braut svona seint. Ojæja ..

Sumarbústaður um helgina. Ég hlakka til. Ég verð á bíl, sem er bara heitt. Án vetrardekkja, sem er ennþá heitara. Það jákvæða við að lenda í bílslysi á leiðinni heim er að þá þarf ég ekki að mæta í vinnuna daginn eftir. Ég hata að vinna í Blómaval. Við erum alltaf svo undirmönnuð eitthvað. Fíla það ekki. Ef ég fæ vinnuna í Pennanum segi ég upp þar 1.desember. Ég krossa bara fingurna og vona það besta. Annars held ég að ferilskráin mín fari að líta illa út bráðum. Ég er búin að vinna á svo mörgum stöðum um ævina að það kemur út eins og það sé alltaf verið að reka mig. Ég fæ bara fljótt leið á vinnu, það er gallinn við mig. Ég þarf alltaf að skipta um umhverfi reglulega. Kannski er það þessvegna sem ég hef skipt um braut tvisvar í MR, á meðan meðalnemandinn hefur aldrei gert það ...

Ég var að finna allar myndirnar síðan af böllum í grunnskóla í tölvunni minni. Ég þarf endilega að koma þeim inná netið við tækifæri. Það er samt rosalega sárt að skoða myndir af sér í 10.bekk og sjá þetta síða, ljósa, krullótta hár.

,, Þú ert ömurlegur Akranesdjammari.'' - Sagði Lára við mig þegar ég tilkynnti henni að ég myndi beila á öðru ballinu í röð núna um helgina ...

Drukknun.

Já góðir hálsar. Ég er að drukkna.

Núna og í næstu viku er búið að setja fyrir milljón próf og skýrslur. Úff.

Ég er meiraðsegja að fara að vinna fös-lau-sun. Ennþá erfiðara að ná í góðar einkunnir fyrir vikið. Sumarbústaður með bekknum á laugardagskvöldið. Ennþá erfiðara að hafa tíma til að læra fyrir vikið. Úff.

Ætli ég verði ekki að sleppa við tónlistarballið í FVA á föstudagskvöldið og læra ... jakk.

Var á árshátíð hjá Húsasmiðjunni/Blómaval um helgina. Eftir það fór ég heim til Svölu í partý. Ágætt kvöld, ágætt kvöld.

Ég hef ekki tíma til að leika mér í tölvunni. Ég er farin að læra fyrir íslenskuprófið á morgun. Ljóð, jess!

,, It's the friends you can call up at 4 a.m. that matter.'' - Marlene Dietrich ...

24/10/2007

Veikindi

Já góðir hálsar. Ég er búin að vera veik heima núna í tvo daga.

Ég var með 39 stiga hita í gær, kaldsveitt, óglatt og með hausverk. Ég náði að lesa 5 blaðsíður í Njálu, en þá þurfti ég líka að leggja mig. Núna er að koma kvöldmatur, og ég var að enda við að rísa úr rekkju.

Það er efnafræðipróf á morgun og ég er ekki viss um að ég hafi orku í að læra undir það. Hvað þá eðlisfræðiprófið á föstudaginn. Svo þarf ég líka að vinna á morgun. Ég er einmitt komin með aðra vinnu. Ég er þjónn hjá veisluþjónustu nokkur kvöld í mánuði. Það er ágætt. Allavega tilbreyting frá því að vinna á kassa.

Í gær ákvað ég reyndar að fara aðeins út á meðal fólks. Ég og Danni mættum heim til Svölu í vídjókúr. Nýja íbúðin er æðisleg. Húsið er ljótt að utan, en æðislega kósí að innan. Allt svo gamalt og 101 Reykjavík eitthvað. Það var samt æðislegt að kúra með þeim. Spjölluðum langt fram eftir kvöldi og höfðum það notalegt.

Það eru ekki nema 40 dagar í jólapróf. Þau verða ekki nema 8 í ár. Ég er sjúkt fegin.

Upp kom sú hugmynd í gær að ég og meðleigjandinn hennar Svölu myndum skipta um herbergi. Þá yrðu reykjandi útlendingar í meirihluta á Langholtsveginum og all-girls á Klapparstígnum ...

,,Always remember that the future comes one day at a time.'' - Dean Acheson ...

17/10/2007

Fiskur

Já góðir hálsar. Ég fékk 9.5 í stærðfræðiprófinu á mánudaginn. Það á ekki að vera hægt á náttúrufræðibraut í MR. Samt gaman.

Þegar ég kom heim í dag úr skólanum um 5 leytið tók ég til í íbúðinni aðeins og fékk mér að borða. Eftir það þurfti ég að leggja mig. Ég er búin að vera dálítið slöpp að undanförnu. Levent spurði hvað væri að mér, því ég væri búin að vera svo döpur að undanförnu. Einnig sagði hann að það virtist sem ég hefði misst alla lífsgleðina.

Ég skil mig stundum ekki.

Það er svo erfitt að skilja sig. Við þurfum öll að finna okkur sjálf í lífinu, læra hver við erum og skilja takmörk okkar og þarfir. Ég skil ekki hvernig, en stjörnuspekin hefur oftast rétt fyrir sér.

,, Hér er á ferðinni falleg en oft á tíðum döpur manneskja. Hún er aðlaðandi og mjög skilningsrík, hrífst af fegurð og smekkvísi, og býr yfir góðu innsæi. Manneskjan nýtur þess að ferðast, er dreymin en eirðarlaus. Hún er erfið í sambúð, enda kröfuhörð, þótt hægt sé að hafa áhrif á hana. Hún þarf förunaut sem styrkir hana. Ástarmálin valda henni oft angist.''

,,Fiskurinn er í innsta eðli sínu næm tilfinningavera. Hann er breytilegt vatnsmerki og getur því tjáð sig á margslunginn hátt. Hann er síðasta merkið í dýrahringnum og er oft sagt að hann hafi öll önnur merki fólgin í skapgerð sinni. Fiskurinn getur því verið víðsýnn og margbrotinn, fær um að skilja ólíkt fólk og setja sig í spor annarra. ''

,, Til að viðhalda lífsorku sinni og endurnýja hana þarf Fiskurinn að fá jákvæða útrás fyrir ímyndunarafl sitt í einhvers konar skapandi viðfangsefnum. Hann tekur mikið inn á sig og þarf því að hreinsa sig reglulega af utanaðkomandi áhrifum. Það getur hann gert með því að njóta tónlistar, með því að draga sig annað slagið í hlé eða með því að breyta til og skipta um umhverfi.''

Ég finn það oft að ég er fiskur. Ég velti hlutunum of mikið og of lengi fyrir mér. Það er mér eðlislægt að taka mikið inn á mig og vera döpur.

Ég fékk blóðnasir í morgun.

Það er ekki til matur hérna heima því ég hef ekki tíma til að kaupa inn.

14/10/2007

Stutt hár.

Já góðir hálsar. Vetrarfríinu er lokið.

Ég byrjaði í nýjum bekk á mánudaginn. Það hefur verið fróðlegt. Í 5.Z eru nú 14 nemendur, þar af 2 stelpur. Í mínum bekk eru 20 nemendur. Það er aðeins skárra að vera fleiri.

Þessi stærðfræði er samt brandari. Á vissan hátt líður mér eins og ég sé aftur komin á málabraut. Eðlisfræðin, líffræðin, efnafræðin og lífræna efnafræðin koma reyndar í veg fyrir að mér líði þannig alltaf.

Við Levent tókum smá flipp daginn fyrir árshátíðina og lituðum hárið á mér ljóst. Það var gult og ógeðslegt. Ylfa reddaði þessu samt 2 klst fyrir árshátíðina. Hún litaði það aftur dökkt og klippti það stutt. Það er einstaklega skrýtið að vera stutthærð, því ég hef ekki klippt það stutt síðan í 6.bekk. Þetta er skrýtið, en það venst ...

Árshátíðin var sjúklega skemmtileg. Hef lítið meira um það að segja.

Svo fór ég á Dirty south með Ylfu og Valdísi kvöldið eftir. Það voru sjúklega góðir DJ-ar að spila og ég skemmti mér konungslega að dansa af mér rassgatið og hlæja af fólkinu í kring um mig. Frekar sjúkt lið.

Svo kom Lára til mín um helgina og við erum búnar að vera að dúlla okkur eitthvað saman. Horfá vídjó og læra. Fórum í partý í gær. Þar var strákur að segja okkur að við værum feitar. Þá fórum við.

Skemmtilegt kvöld ...

En já. Fjögur próf í næstu viku, þannig best að byrja að læra til heiðurs Huldu, sem er með einkyrningasótt.

,, Do not dwell in the past, do not dream of the future, concentrate the mind on the present moment.'' - Búdda ...

03/10/2007

Meiddi.

Já góðir hálsar. Í dag tók ég gríðarlega stóra ákvörðun sem á eftir að hafa áhrif á líf mitt næstu tvö árin, ef ekki lengur.

Ég sótti um að skipta um braut.

Á eðlisfræðibraut var ég ekki beint að brillera í sjálfum aðalfögunum, þ.e.a.s. eðlisfræði og stærðfræði. Reyndar fékk ég 8.1 á stærðfræðiprófinu í gær, og vil ég þakka því andvökunótt fyrir prófið. Það var samt bara einskær heppni. Svo áttaði ég mig á því í eðlistíma í dag að mér finnst eðlisfræði bara dáldið leiðinleg. Allavega ekki nógu skemmtileg til að eyða 9 tímum á viku í hana.

Þess vegna skipti ég vonandi yfir á náttúrufræðibraut á mánudaginn, ef það er hægt, sem ég hef stranglega trú á. Það er hlutlausasta brautin. Ég á ekki að vera á náttúrufræðibraut, ég á að vera á hagfræðibraut, en þar sem MR kennir ekki svoleiðis tek ég bara léttustu náttúrufræðibrautina og tek hagfræði í vali á næsta ári.

Ég er búin að plana þetta allt, þið sjáið.

Og þá eru eftir þrjár stelpur í bekknum. Nema ef Kristín skiptir líka. Þá verða þær tvær.

Annars gerðist sá víðfrægi atburður í leikfimi í síðustu viku, að ég og Kristín skullum saman. Hún fékk nettar blóðnasir og var send uppá slysó, á meðan ég sat eftir með skurð í kinninni eftir tennurnar hennar. Ég varð smeyk um að fá glóðurauga, eða eitthvað því verra, því árshátíðin er eftir viku. Sem betur fer er þetta samt allt gróið, enda er ég með góðan gróanda eins og leikfimiskennarinn sagði. Ég hringdi mig nú samt inn veika næstu tvo daga í skólanum og skilaði inn læknisvottorði, enda var ég með dúndrandi hausverk eftir höggið.

Ég var uppi á Akranesi um helgina. Svaf og borðaði mömmumat. Svo var Ásgerður á landinu þannig ég, Ásgerður, Freyja, Lára og Aníta hittumst og höfðum það kósí. Við gátum spjallað saman um allt sem var búið að gerast síðan síðast, sem var í júlí. Það var æðislegt. Stundum sögðu stelpurnar reyndar við mig að þær gætu ekki tekið mig alvarlega með þennann plástur í andlitinu, en hvað getur maður gert ...

Ég er samt frekar hamingjusöm í augnablikinu með mína háu stærðfræðieinkunn og fyrir það að hafa loksins haft kjarkinn í það að skipta um braut. Sem verður reyndar pínu vesen þar sem ég er bekkjarráðsmaður, en ....

Í dag þarf ég semsagt ekki að byrja að læra undir eðlis- og efnafræði prófin í næstu viku. Ég get farið á herranæturnámskeiðið, keypt í matinn og horft á sjónvarpið í kvöld, því góðir hálsar, ég á mér loksins líf.

,, Þú ert ömurlegur spegill.'' - Sagði Freyja við mig um helgina ...

25/09/2007

Stutt og laggott.

Já góðir hálsar. Ég er búin að eiga frekar annríkt síðustu daga.

Ég var að vinna alla helgina. Sunnudagurinn var ógeðslegur. Við vorum bara tvær inni í Blómaval vegna veikinda og það var brjálað að gera. Þá fór ég í vont skap.

Ég er búin að vera svolítið einmana upp á síðkastið. Ekkert félagslega séð. Það er bara svo skrýtið að þekkja engan sem býr í nágrenninu, að sjá ekkert kunnuglegt andlit þegar maður fer í búð og þannig. Það erfiðasta við að flytja í bæinn er að komast yfir einmanaleikann, og venjast því að hér þekkir mann enginn.

Skólinn gengur ágætlega. Maður hefur meiri tíma til að læra þegar maður býr í bænum. Og bara meiri tíma til að gera allt yfir höfuð. Það er yndislegt.

Ég hef ekkert farið upp á Akranes síðan ég flutti. Ég verð að fara um helgina.

Leigjandinn minn lenti í bílslysi á sunnudaginn. Það tók tvo tíma að ná glerbrotunum úr höndinni á honum og fötin hans voru öll í storknuðu blóði þegar hann kom heim. Ég varð frekar skelkuð þegar ég sá hann.

Við fengum innflutningsgjafir í gær frá Siggu, Sævari, Hafdísi, Eyrúnu, Elínu og Jóhönnu. Við fengum tvo diskasett, eldfast mót og mynd á vegginn. Það var frábært.

Ég er hætt að horfa á sjónvarp og hanga í tölvunni. Það eina sem ég geri á daginn er að læra heima, hitta vini mína, vinna eða taka til heima hjá mér. Ég ætla samt að planta mér fyrir framan sjónvarpið í kvöld og hafa það náðugt fyrst ég er búin að læra.

Ég er að fara í klippingu og permanet á morgun. Það er löngu komin tími á það. Ég hlakka ekkert smá til.

,, Whether you believe you can do a thing or not, you are right. '' - Henry Ford ...

14/09/2007

Blankur námsmaður.

Já góðir hálsar. Ég er byrjuð í nýju vinnunni.

Kassarnir eru flóknari en allt og ég er eins og vangefin hálfviti þarna. En það er bara töff.

Það er staffapartý á morgun. Þá ætlaði ég reyndar að vera uppá Akranesi, en helgin á alveg eftir að koma í ljós. Verð reyndar að læra undir stærðfræðipróf, klára Njálu og gera aðra heimavinnu líka um helgina. Það er alltaf gaman að vera upptekin. Það hef ég alltaf sagt.

Ég fékk ekkert útborgað fyrir ágústmánuð þar sem ég var í útlöndum. Ég fæ lítið sem ekkert útborgað fyrir septembermánuð þar sem launatímabilið í Húsasmiðjunni er ömurlegt. Ég var að kaupa mér íbúð og þar af leiðandi er ég blönk og verð alveg fram í lok október. Ég þarf að fara í klippingu.

Það er erfitt að vera fátækur námsmaður.

Ég borðaði ekkert í 10 klukkutíma í gær. Ég hafði ekki tíma til að borða. Það er alltaf gaman.

Vill einhver fisk? Mamma kom með fullt af fiski í gær og mér finnst fiskur vondur. Ég á reyndar alveg fullt af vöfflumixi, rjóma og sultu ef einhver hefur áhuga á að koma í kaffi.

Ég fékk 8.9 fyrir stærðfræði heimadæmin mín. Það er reyndar allt Ingó að þakka. Ég var hjá honum í 3 klst á mánudagskvöldið. Samt sem áður var ég mjög hamingjusöm þegar ég sá einkunnina ...

Mig langar að æfa körfubolta aftur.

,, Make the most of what you have. It is later than you think.'' - Latin Poet Horace ...

12/09/2007

Ó, já.

Já góðir hálsar. Opnum kampavínsflöskurnar, setjum Timbaland á og fögnum eins og enginn verði morgundagurinn, því ég er komin með netið.

Ég er komin með nýja vinnu. Ég er komin með fastar vaktir í Húsasmiðjunni tvo daga í viku eftir skóla og aðra hvora helgi. Ég er reyndar á lista hjá Vero moda yfir fólk sem má hringja í, en ég vona bara að þau hringi ekkert. Ég myndi reyndar aldrei nenna að vinna í Húsasmiðjunni ef það væri ekki við hliðina á húsinu mínu og fólkið væri ekki svona sjúklega frábært.

Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það voru allir boðnir og búnir að gera allt fyrir mig. Ég er að vinna alla fimmtudaga og föstudaga milli klukkan fimm og níu. Það verður kannski svolítið mikið og þau sögðu að ég ætti bara að láta vita ef ég réði ekki við þetta. Það buðu mig allir velkomna og ég fíla fólkið í botn. Svo er ég að vinna með Perlu sem skemmir ekki fyrir.

Kristín kom heim í dag. Hennar var sárt saknað þennan tíma sem hún var í burtu. Þá var ég ein með strákunum. Það er alveg fínt upp að vissu marki, en stundum vantar manni bara einhvern af sama kyni sér við hlið. Hún stóð sig samt sjúklega vel á Evrópumeistaramótinu og ég er afskaplega stolt.

Ég var kosin ritari 5.bekkjarráðs. Gaman að vita að fólk treystir manni fyrir því. Við erum strax byrjuð að vinna. Tala við ferðaskrifstofur, fatafyrirtæki og hugsa um fjáraflanir. Þetta er sjúklega gaman. Hilla gjaldkeri og ég eigum vonandi eftir að verða bekkjum okkar til sóma.

Annars var kvöldmaturinn að koma í hús og ég er svöng.

Þetta var frekar innihaldslaust blogg ... en það er bara töff eins og Magnús segir.

,, Já ég er brákuð á vinstri og tognuð í hægri.'' - Sagði Sigga meistari, eftir ævintýri helgarinnar ...

07/09/2007

Heimsóknarhæf íbúð.

Já góðir hálsar. Langt síðan síðast.

Hér er ég í tölvustofunni í frímínútunum, því engin af stelpunum er í skólanum, og það er rigning úti.

Íbúðin okkar er tilbúin, og það er ekki einu sinni vika síðan við fluttum inn. Reyndar á eftir að kaupa fataskáp handa Gunnari, slá garðinn, skipuleggja geymsluna, tengja uppþvottavélina, fara þriðju verslunarferðina í IKEA og mála eldhúsinnréttinguna. En það gerist bara seinna.

Ég er frekar ánægð með herbergið mitt. Það er eiginlega stofan. Ég er með helminginn, og svo er sófasettið og sjónvarpið þarna inni líka. Við erum búin að hengja myndir upp á veggina og þannig sætt. Mig vantar meira drasl til að punta íbúðina. Hún er of ... dauf. Hvar eru allar innflutningsgjafirnar, krakkar? Hvar eru myndirnar, blómin, borðbúnaðurinn, heillaóskakortin og blómavasarnir? Okkur vantar samt eiginlega bara blóm og myndir og þannig drasl. Ég bíð spennt.

Leigjandinn okkar, hann Levent, er snillingur. Hann er reyndar farinn til Hollands til mömmu sinnar og pabba í nokkra daga, þannig þið hittið hann ekki alveg á næstunni, en þið bíðið bara spennt. Kallinn er fyrrverandi hermaður og hársnyrtir frá Hollandi sem er bara í einhverju flippi á Íslandi. Hann naglalakkaði á mér neglurnar um daginn. Svo bauð hann okkur í Bláa lónið og er alltaf til í að gera eitthvað sniðugt. Það besta er reyndar það að hann talar reipbrennandi þýsku og getur þjálfað mig fyrir stúdentsprófið sem verður í vor. Das ist wünderbar!

Busaball MR var í gær. Lára og Magnús ætluðu að koma með mér á ballið, en vegna veikinda kíktu þau bara aðeins í fyrirpartýið og hurfu síðan á braut. Ballið var geðveikt. Það að reifa er góður hlutur. Neon ljós, teknó og sveittir hlýrabolir voru alveg að gera sig. Ég er reyndar öll úti í glimmeri, en það næst vonandi af í sturtu.

Íbúðin mín er samt óhrein. Ég verð að fara að þrífa og þvo þvott um helgina. Og fara í tryggingastofnun, og kaupa í matinn, og fara í afmæli, og fara í innflutningspartý, og læra heima ...

Lífið er gott í Reykjavíkinni, það er ekki hægt að segja annað.

Annars er ég að spá í að segja upp í Vero moda. Vaktakerfið er fáránlegt.

,, I don't know why I don't meet any Icelandic girls. I mean, I'm not bad looking .. '' - Sagði Levent um daginn ...

05/09/2007

Sutt.

Ég er flutt.

Ég er ekki með netið. Það sökkar.

Mig langar dálítið að skipta um bekk. En við sjáum til.

30/08/2007

Afhending.

Já góðir hálsar. Á þessum 5 mánuðum sem ég hef haft þetta blogg hef ég gert 50 færslur. Geri aðrir betur ...

Ég er búin að pakka öllu nema fötum.

Herbergið mitt er tómlegt.

Við fáum ekki flutningabíl fyrr en á sunnudag. Lyklarnir verða komnir í okkar hendur á morgun. Þá verður farið í íbúðina og mælt nýja herbergið mitt, sem er ennþá ekki til. Paps reddarissu.

Ég er búin með alla heimavinnu fyrir morgundaginn. Ég gerði flotta ritun í þýsku um hvað ég gerði í sumar. Ég las smásögu í ensku. Las í Njálu. Gerði stærðfræðidæmi. Mér líður vel.

Greyið konan í Vero moda hefur ekki komist í að gera vinnuplanið fyrir septembermánuð vegna undirmönnunar, þannig ég veit ekkert hvenær ég verð að vinna í vetur. Svekk.

Busaball FVA á morgun. Með öðrum orðum, kveðjuball Jóhönnu af Skaganum. Busaball MR á fimmtudaginn. Það er alveg spurning með bekkjarpartý. Þar sem ég er í 17 manna strákabekk, og Kristín er að fara til Ítalíu að keppa á evrópumeistaramóti, þá verð ég ein. Jóhanna og strákarnir? Á maður ekki bara að stelast í partýið hjá M-bekknum ...

Stærðfræðipróf annan hvern þriðjudag í vetur. Fokk.

Horfði á Napoleon Dynamite í gær með Freyju og Ylfu. Ef þessi mynd er ekki mesta snilld sem ég hef á ævinni séð, þá veit ég ekki hvað. Reyndar koma Fastir liðir eins og venjulega sterkir inn í annað sætið. Ég held ég hafi pínt alla sem ég þekki til að horfa á það með mér ...

,, Jóhanna, gætiru riðið þessum gaur? Ég nefnilega held ég gæti það ekki, ég myndi hlæja allan tímann. Það yrði bara hahahahaha GOSH hahahaha.'' - Sagði Freyja þegar við vorum að horfá Napoleon Dynamite ...

28/08/2007

Sjálfsvorkun.

Já góðir hálsar, þá eru 3 dagar í flutninga. Hef ég nokkuð minnst á það hvað ég hlakka mikið til?

Dagurinn í gær og dagurinn í dag. Fróðlegir.

Báðir morgnar hafa byrjað á tvöföldum stærðfræðitíma og fylgt eftir af eðlisfræðitíma. Yndislegt. Eftir þetta skólaár verð ég búin með 7 einingar í stærðfræði og 9 einingar í eðlisfræði, sem þýðir í heildina 20 einingar í stærðfræði það sem af er af skólagöngu minni. Dágott.

Ég er undirbúin undir það að selja sálu mína fyrir stærðfræðihjálp í vetur, en ég mun þurfa allnokkra. Nú þegar eru 3 búnir að segja sig úr bekknum.

Ég er komin í bekkjarráðið í 5.bekk og mun þar af leiðandi sjá um MR fötin í ár ásamt skipulagninu útskriftaferðar. Ég hlakka til. Hilla er meiraðsegja með mér í ráðinu.

Í dag var ég búin í skólanum kl. 13:10. Strætóinn minn fór kl. 15:45. Ég elska Skagastrætó. Í tilefni af eirðarleysi mínu fór ég á Borgarbókasafnið. Þar er ég komin með bókasafnskort og tók í dag út 2 bækur. Þá er ég tæknilega séð orðin Reykvíkingur. Ég eyddi deginum því ekki í að læra, heldur að hanga á bókasafni. Endurfundur minn við bækur, aðrar en skólabækur, var glaðlegur.

Ég steinsofnaði í strætó. Svaf yfir mig þannig að ég fór framhjá stoppistöðinni minni. Ég sofnaði líka í skólanum í dag. Þessi 5 tíma nætursvefn minn er greinilega ekki nægur. Svekkjandi.

Ég á eftir að læra heima í stærðfræði, íslensku og þýsku. Og pakka.

Af hverju er svona gaman að flytja, en leiðinlegt að pakka?

Ég á svo erfitt líf. Ef þið flettið orðinu sjálfsvorkun í orðabók er mynd af mér.

,, Þið munuð öll, þið munuð öll, þið munið öll deyja. Þið munið stikna. Þið munið brenna ...'' - Sagði Unnar stærðfræðikennarinn minn þegar enginn skráði sig í stærðfræðikeppnina sem verður núna á laugardagsmorguninn. Af hverju er Villi ekki að kenna mér ...

26/08/2007

Á barmi glötunar.

Já góðir hálsar. Fyrsta skólahelgin búin.

Ég kom ekki miklu í verk, en ég fór í 4 partý og langan sunnudagsbíltúr. Ef ég væri persóna í tölvuleiknum Sims ... Nei við ætlum ekki niður þennan veg.

Ég settist fyrir framan skrifborðið fyrir klukkustund síðan. Þá byrja ég á fyrsta stærðfræðidæmi vetrarins. Ég gefst upp. Ég les leskafla í ensku. Svo hringir maðurinn sem mætti á líkbíl fyrsta skóladaginn og tilkynnir mér brottför sína úr 5.Z. Ég eyði góðri stundu í símanum, þar sem ég skamma hann. Bekkurinn minn, 5.Z innihélt 19 nemendur á föstudaginn. Á morgun, mánudag, mun hann innihalda 17 nemendur, þar sem Edda flytur sig yfir á læknabrautina og Ingólfur flytur sig yfir í stærðfræðibrautina fyrir þá sem eiga sér ekkert líf.

Mynstrið hefur verið rofið. Einu Skagamennirnir í MR sameinuðust í 5.Z núna í byrjun skólaárs. Við vorum öll fædd á því herrans ári 1989, við vorum öll í þýsku, og við vorum öll fulltrúar sitthvors skólans. Grundaskóla, Brekkubæjarskóla og Heiðaskóla. Þetta var fullkomnun.

En nei. Takk Ingólfur.

Eftir símtalið opnaði ég þýskubókina. Og ég fletti blaðsíðunum kæruleysislega. Ég ákvað að þýskan væri ekki við hæfi þetta kvöldið. Síðan tók ég upp eðlisfræðibókina. Ég las fyrstu setninguna. Og ég ákvað að sú námsgrein mætti bíða betri tíma. Og þá er liðin klukkustund. Og ég sit hér í tölvunni ...

Ég á svo bágt stundum.

Ég hef samt skothelda afsökun. Ég bý á Akranesi. Þegar maður býr þar er óreiða í kollinum á manni. Þegar maður flytur til Reykjavíkur verður allt betra.

Ég er á eftir áætlun í flutningunum. Ég er ennþá bara búin að pakka ofan í 3 pappakassa. Það eru 5 dagar í flutninga. Svekkjandi.

Annars google-aði ég mig. Ég skrifaði Jóhanna Gísladóttir og gerði merka uppgvötvun. Það er bátur á Bolungarvík sem er alnafni minn. Og ég er ennþá skráð í nemendafélag í skóla sem ég er ekki í ...

Vill einhver bjarga mér frá glötun og láta mig læra?

,, Óttinn við dauðann,
er ótti við lífið
og dauði í lífinu.'' - Þórarinn Eldjárn ...

21/08/2007

Ég hlakka til.

Já góðir hálsar.

Síðasta helgin fyrir skólabyrjun var geðveik. Danskir dagar með meiru og þessháttar skemmtilegheit. Þetta verður vonandi endurtekið við tækifæri. Ég afrekaði að tjalda tjaldinu mínu alein. Og taka það niður alein.

Ég kláraði Harry Potter um helgina. Ég sakna hans.

En já. Í gær byrjaði ég í nýju vinnunni minni. Það var æðislegt. Ég var að vinna í 7 klukkutíma, en mér fannst þeir líða alltof hratt. Ég er orðin atvinnumaður í að brjóta saman föt. Svo skiptir að sjálfsögðu máli hvernig herðatrén snúa, hvernig krókurinn snýr og hvaða herðatré er á hvaða flík. En það er bara gaman. Það besta við þetta er að núna hlakkar maður til að fara í vinnuna.

Skólinn byrjar á fimmtudaginn. Ég er búin að kaupa flestar bækurnar og er bara frekar tilbúin. Ég hlakka ekkert smá til.

Ég flyt inn eftir 10 daga. Ég hlakka ekkert smá til. Ég er búin að pakka ofan í 3 pappakassa. Ekkert smá dugleg. Allar bækur og skólabækur ekki í notkun, ásamt styttum og jólaskrauti eru komnar í kassa. Kommóðan að mestu leyti tóm. Ég hlakka ekki til að pakka fötunum mínum. Það verður hausverkur út af fyrir sig. Það verða nokkrir ruslapokar.

Reyndar á eftir að mála, búa til nýtt herbergi og kaupa hurðir þegar við flytjum inn, þannig ég á eftir að eiga dálítið bágt í nokkra daga eftir flutninga. Ég býst við að rúmið mitt verði bara á miðju stofugólfinu svona til að byrja með.

Á eftir er ég að fara með Láru, Freyju og Ragnheiði til Reykjavíkur. Þær eru að fara að kaupa sér skólabækur og ég og Lára ætlum að kaupa okkur gleraugu. Láru bráðvantar ný gleraugu. Það var stór, hvítur jeppi sem keyrði yfir hennar.

Annars hósta ég grænu slími þessa dagana og snýti því líka. Helvítis haustkvef.

Þið ætlið að taka helgina 1-2.sept frá. Þá ætlið þið að hjálpa mér að flytja =) ....

Lífið mitt í augnablikinu er ein stór tilhlökkun.

,,We can’t solve problems by using the same kind of thinking we used when we created them.'' - Albert Einstein ...

16/08/2007

Ný vinna.

Í gær fór ég til Reykjavíkur.

Þar leyfði ég mömmu að sjá íbúðina mína. Ég fór líka á skrifstofu MR. Ég ætlaði að fá að skipta um bekk án þess þó að vita í hvaða bekk ég væri. Ég vildi fara í 5.M með Perlu, Berglindi, Hillu og Huldu. Þar sem 5.M er læknabekkurinn var hann að sjálfsögðu stútfullur og enginn möguleiki á að ég fengi að skipta um bekk. Þá fór skrifstofukonan að dásama bekkinn sem ég var nú þegar komin í.

Sá bekkur heitir 5.Z og inniheldur Kristínu, Ívar, Hilmar, Hákon, Tómas, Haukana tvo og eitthvað fleira fólk. En þar sem upptalið fólk er dágott fólk sagði ég konunni ekki að hafa áhyggjur, ég myndi láta gott heita í fámennum pylsubekk í stofu C202 með úrvals kennara að hennar sögn. Málið er dautt.

Perla, Berglind, Hulda, Hilla og Sigga eru hins vegar ávallt velkomnar í bekkjarteitin og bústaðaferðirnar.

Eftir skrifstofuferðina fór ég út í Kornið og keypti mér ostarúnstykki með skinku og osti og kókómjólk til að skola herlegheitunum niður. Bara smá fróðleiksmoli.

Eftir það fór ég niður í Kringluna með ferilskrá að vopni. Ég sótti um draumastarfið og er að byrja að vinna í Vero moda á mánudaginn milli klukkan níu og fjögur. Þessi fyrsta vakt mín kallast prufa. Það eina sem ég hef áhyggjur af í augnablikinu er fatnaðurinn. Í hverju á maður að fara?

Síðasta helgi sumarsins verður tekin með trompi. Á morgun verður haldið af stað á danska daga í tilefni af því að ég hef ekki fengið nóg af því að sofa í tjaldi í sumar. Þar mun ég ásamt fríðu föruneyti eyða föstudagskvöldinu, en á laugardagskvöldið er stefnan tekin á menningarnótt. Þetta er mín fyrsta menningarnótt, en ég hef alltaf verið í Ölver eða útlöndum á þessum tíma. Á sunnudaginn þarf ég að fara með köku upp í Ölver og vera töff.

Ég sem hélt að þetta frí mitt yrði friðsælt og þreklaust, þá hefur annað komið á daginn. Ég ætla varla að hafa tíma til að klára Harry Potter og pakka. Ég á nú reyndar bara 50 blaðsíður eftir núna og það er komið ofan í einn pappakassa, þannig þetta er allt að gerast.

Ef það eru einhverjir sjálfboðaliðar þarna úti, sem finnast rosalega gaman að pakka niður í pappakassa þá eru þeir eftirsóttir. Af mér.

,, Twenty years from now you will be more disappointed by the things you didn't do than by the things you did do. So throw off the bowlines. Sail away from the safe harbour. Explore. Dream. Discover.'' - Mark Twain ..

13/08/2007

Heim.

Ég er komin heim.

Eftir að hafa orðið vitni af mestu nördasamkomu lífs míns er ég loksins komin heim. Því fylgja reyndar blendnar tilfinningar, þetta voru svo frábærir krakkar. En ég er komin heim. Íslenskt vatn, tölva með íslensku lyklaborði, íslenskur matur og síðast en ekki síst rúmið mitt.

Ég hallast reyndar frekar að því að þetta hafi verið meiri djamm og verslunarferð heldur en nokkurn tíma skátaferð, en það er ljúft að vera orðin 18 ára.

Of mikið að segja, of lítill áhugi fyrir því. Ég nenni ekki að koma með ferðasögu.

Annars fáum við íbúðina afhenta eftir 17 daga. Það er frekar töff. Við erum komin með leigjanda. Hann er frá Hollandi og vinnur með Gunnari. Þessi vetur verður satt að segja fróðlegur.

Ég er búin að versla af mér rassgatið, er orðin frekar tönuð og helsátt.

10 dagar í skólann. Ég er í fríi þangað til. Það eina sem er á döfinni hjá mér er að klára Harry Potter, pakka niður öllum mínum eigum í pappakassa og finna mér vinnu fyrir veturinn í höfuðborginni.

Annars er ég búin að redda mér stærðfræðihjálp frá manninum sem var í ólympíuliðinu í eðlis- og efnafræði núna í ár.

Í öðrum fréttum hata ég breska flugvelli. Ég neyddist til að taka allt úr bakpokanum mínum á flugvellinum vegna þess að ég var með barmnælu í töskunni, og það var verið að auglýsa final call á hliðinu mínu. Bretar sökka.

,, Excuse me, but you have a bra on you. '' - Sagði afgreiðsludama við mig í La Sensa í gær, en hann festist í bakpokanum mínum á leið minni um búðina ....

31/07/2007

Drulla.

Ja godir halsar. Eg er a lifi.

Her er morgunmatur ad haetti Englendinga sem samanstendur af beikoni, eggjahraeru og pylsum. Ef madur labbadi ekki eins mikid herna og raun ber vitni kaemi madur heim med kransaedastiflu. Madur er alltaf labbandi, en thad tekur mig 45 minutur ad labba i vinnuna a hverjum degi.

A morgun er eg i frii og tha aetlum vid nokkur i Chalmford, sem er litill baer i grendinni. Thar er H&M og sundlaug.

Annars er internet timinn minn ad klarast. Frekar skrytid samt ad sja svona mikid af arobum og thess hattar. Their sofa i tjoldum vid hlidina a okkur. Vid megum ekki vera lettklaeddar i kring um tha utaf their eru ekki vanir thvi. Thad er allt frekar strangt herna i sambandi vid samskipti milli kynjanna, samskipti milli starfsfolks og barna og klaedaburd.

Islendingarnir eru ad brjota thessar reglur haegri vinstri, thvi thad er ekki kynjaskipt i okkar tjoldum og Englendingarnir eru ekkert serstaklega sattir. Kemur mer samt a ovart hvad thad eru margir heitir gaurar herna. Svisslendingarnir eru alveg ad gera sig, Bandarikjamenn eru vinalegir og Sadi arabarnir eru alltaf ad bidja baenir a mottunum sinum og hropa log med sverd.

Annars kved eg bara i bili ur drullunni. Her var litid sunami flod i fyrradag og svaedid minnir vafalaust a litla hroarskeldu i augnablikinu.

Minna en manudur i ad eg flytji inn i nyju ibudina!

Auf wiedersehen.

22/07/2007

Farvel.

Já góðir hálsar.

Það eru 2 dagar í það að ég leggi land undir fót. Sá tími fer í að snýta hor, pakka og lesa nýjustu bókina um góðvin minn, Harry Potter, en bókin er tileinkuð mér. Ég er komin á blaðsíðu 250.

Ég verð í útlöndum í 17 daga og ég hef ekki hugmynd um hvort ég kemst í tölvu á þeim tíma.

Næstu daga verð ég upptekin, en ég reyni að blogga.

1 mánuður og 5 dagar í að ég flytji í nýju íbúðina mína ....

Annars er ég með frekar áhugavert starfsheiti í sumar. Ég er foringi. Lítur örugglega mjög virðulega út í ferilskránni.

Spurning um að hitta einhvern á fimmtudagskvöldið og segja bless.

Ég er loksins, loksins, loksins að losna héðan.

,, Ertu ólétt?'' - Spurði mig ein stelpan í gær. Það gefur til kynna að maður sé endanlega komin á botninn ...

17/07/2007

Stundum.

Já góðir hálsar. Þessi vika er búin að vera ágæt hérna í ó-siðmenningunni.

Ég fór í vatnsstríð við stelpurnar og svoleiðis skemmtilegt. Svo vorum við líka með smá hrekk. Fengum foringja úr Vatnaskógi til að hjálpa okkur og stelpurnar voru rosalega hræddar. Verður eftirminnilegur flokkur.

Í kvöld komu Ásgerður og Lísbet í heimsókn. Æðislegt að fá að hitta Ásgerði eitthvað þessa viku sem hún stoppar á landinu. Við gátum spjallað mikið saman. Svo komu auðvitað bakkabræður líka í heimsókn. Freyja, Bára og Aníta hafa ekki góð áhrif, því hávaðinn í okkur var það mikill að við vöktum einhverjar stelpur, ég á næturvakt og forstöðukonan ekki sátt.

Ég er í fríi á föstudaginn. Ég bað um frí til að geta hitt Ásgerði og Reykjavíkurstelpurnar. Báðir aðilar hafa beilað. Ásgerður ætlar norður í útilegu með fjölskyldunni og restin hættir við af ókunnugum ástæðum.

Ojæja. Ég fer þá bara í bíó á Harry Potter, versla mér bikiní og hvíli mig aðeins. Veit hreinlega ekki hvort geðheilsa mín muni þola aðra viku í viðbót. Vonum það að minnsta kosti.

Ég fer ekki með stelpunum til Danmerkur þannig ég verð í sumarfríi frá 12. - 23.ágúst. Frábært.

Þá fer maður bara að leita sér að vinnu fyrir veturinn, njóta sumarsins og flytja.

Get ekki beðið eftir að fara að versla í IKEA.

Annars eru stelpurnar mikið að fríka út yfir því að maður eigi ekki kærasta, unnusta eða eiginmann. Fyrir þeim er ég auðvitað ekkert bara 18 ára menntaskólanemi, heldur er ég einfaldlega bara fullorðin, og það að fullorðnir séu einhleypir er slæmt. Ég hef líka verið spurð hvort ég eigi börn, og þegar ég svara hneykslanlega neitandi halda þær að ég vilji ekki eignast börn.

Þær eru svo mikið yndi stundum. Ég legg mikla áherslu á orðið stundum.

Annars tók ein sig til í dag og kúkaði utandyra ...

13/07/2007

Brunalykt.

Já góðir hálsar.

Bara 2 vikur eftir og þá er ég loksins farin í sumarfrí. Ég er gjörsamlega orðin heiladauð.

Ég hef ekkert mikið að segja.

Það er brunalykt af mér.

Ég stend frammi fyrir erfiðari ákvörðun.

Mér finnst ég dálítið týnd.

Finnst svo kaldhæðnislegt að ég sé sjálf að kenna stelpunum að leyfa Guði að hjálpa sér í gegn um erfiðleika þegar ég kann það ekki einu sinni sjálf.

Ásgerður er samt að koma. Lendir núna á eftir, sem þýðir að ég fæ að sjá hana einu sinni í sumar. Geðveikt ...

Ég hef ekki heimsótt gröfina hans pabba í einhver ár. Ég er með samviskubit. Maður á reyndar ekkert alltaf leið til Keflavíkur, en það er samt engin afsökun.

,, Ég er með heimþrá. Og við vorum í útilegu og pabbi og mamma voru alltaf eitthvað að grilla. Svo var verið að taka úr mér hálskirtlana og ég er svo hrædd um að hamsturinn minn springi!'' - Sagði eitt sumarbúðabarnið á milli ekkasoganna og táranna, hundfúl útaf þessu öllu saman ...

09/07/2007

Reiðufé.

Já góðir hálsar.

Ég á íbúð. Við borguðum hana í reiðufé.

Óraunverulegt að labba um með 2.200.000 krónur í plastpoka.

Þá er ég víst ekki milljónamæringur lengur.

Írskir dagar voru frábærir. Helgin var æðisleg í alla staði. Matarboð, bíltúrar, morgunblóm og vetrarsteinar. Tott á túnum og Bubbi. Rauðhært fólk og lopapeysur.

Gott að komast í smá frí.

18 dagar eftir á Íslandi, svo fer ég til Englands og verð þar í 17 daga. Þá er sumarið búið ..

,, Jóhanna, við skulum sko hafa það á hreinu að við vöknuðum kl. 3 í nótt við það að það flæddi inn í tjaldið okkar. Við þurftum að yfirgefa tjaldstæðið og fara á hótel þar sem við þurftum að bíða eftir herbergi í 6 klst. '' - Sagði Perla við mig í símann, en hún var á Hróarskeldu ...

04/07/2007

Örmögnun.

Já góðir hálsar.

Hafið þið einhverntíma upplifað augnablik í lífinu, þar sem þið eruð svo þreytt að ykkur langar helst að kasta ykkur í gólfið og gráta. Og þá erum við að tala um grát af einskærri örmögnun.

Ég er komin á þann tímapunkt.

Það er bara einn dagur og ein nótt eftir. Þá fæ ég frí, eftir að hafa unnið sleitulaust í 1 mánuð. Það er of mikið. Á þeim tíma hef ég einungis talað við móður mína í síma svona 10 sinnum. Ég er ekki mikil fjölskyldumanneskja.

Ég er orðin svo andlega uppgefin að ég hef engin orð eftir.

Það er búið að leiða mig, tala við mig, láta mig hugga sig, láta mig greiða sér, leika við mig og láta mig svæfa sig.

Ég get ekki meira.

Ummönnunarstörf eru ágæt ... upp að vissu marki. Pant ekki stunda það í framtíðinni.

Ég er farin að sofa. Læt mig dreyma um Smáralind, Die Hard 4 og írska daga.

30/06/2007

Strangur starfsmaður.

Já góðir hálsar. Ég hef verið óeðlilega löt við að blogga núna upp á síðkastið. Það er reyndar sökum þess að það er ekkert að frétta, og þar sem ég fylgist ekki með fréttum núorðið get ég lítið tjáð mig um mál líðandi stundar.

Annars er reikningurinn fyrir næsta skólaár ekki kominn. Er það ekki óeðlilegt? Hafa þau kannski gleymt mér? MR-ingar, hafið þið fengið ykkar reikning?

Allavega. Ég veit ekkert með þetta lánadót. Það er víst að dragast alveg svakalega. Svo var Gunnar að kaupa sér jeppa, þvert ofan í áætlun okkar um að eiga engann bíl næsta vetur. Góður leikur.

Mamma var að koma með sængina mína í dag. Og bækur. Mig bráðvantaði hvortveggja. Mér var látin í té ferðasæng fjölskyldunnar þegar ég kom fyrst í Ölver, en hún heldur ekkert á manni hita. Síðustu nætur hef ég sem sagt sofið í sokkum, náttbuxum, bol og peysu. Það er rosalegt fyrir manneskju sem sefur vanast bara í nærbuxum og bol.

Svo fór ég í Borgarnes í dag með Salvör. Ég keypti mér skó í Hagkaup. Var að fatta hvað það er töff búð. Allskonar drasl hægt að kaupa þar. Svo keyptum við líka fullt af nammi og fórum í sund. Þar var maður eins og sardína í dós.

Ég er allavega komin með tan. Allgott skal ég sko segja ykkur. Sofnaði nefnilega í sólbaði í gær. Bruninn síðan þá hefur tekið uppá því að breytast í tan, ólíkt síðasta bruna sem ég fékk. Hann ákvað að flagna af.

Annars sjáið þið bara tanið mitt á Írskum dögum. Get barasta alls ekki beðið eftir að komast í smá andlegt frí, þar sem þessi vinna er eitt stórt líkamlegt frí.

Ég þarf að fara að þvo þvott. Gerði það fyrir 2 vikum. Rosalegur áfangi fyrir mig. Fyrsta skipti á ævinni. Mér finnst ég orðin algjör húsmóðir.

Annars fór vatnið í síðustu viku. Í heilan dag. Hugsiði ykkur. Gátum ekkert sturtað niður, gefið börnunum að drekka eða neitt. Áttum reyndar ávaxtasafa og gos, en það dugði skammt. Við skelltum okkur þá bara í sund í Borgarnesi til að sturta liðið. Geðveikt veður og stelpurnar í þeim flokki voru æðislegar. Ég er komin með uppáhalds börn núna.

Ég þakkaði bara guði fyrir að það var ekkert niðurgangstilfelli þann daginn.

Annars þreif ég upp ælu í dag.

Þarf svo að skrifa það sem stendur á dásemdarbréfunum sem mér voru gefin í lok síðustu viku. Núna get ég alltaf tekið þau fram ef mig vantar smá egóbúst. Ég er víst samkvæmt þeim sniðug, skemmtileg, æðisleg og með flott hár. Fékk reyndar eitt hótunarbréf frá barni líka. Segi ykkur söguna af því seinna. Annars er það bréf orðinn almennur starfsmannahúmor hérna.

,,Sástu Jóhönnu í náttfatapartýinu. Hún dansaði. Ég hélt að hún myndi bara standa og horfa á af því hún er alltaf svo ströng.'' - Sagði ein stelpan í síðustu viku við einn foringjann ...

21/06/2007

Lántökumaður.

Já góðir hálsar. Núna eru stelpurnar úti í ratleik. Ég hef þurft að öskra á stelpurnar í mínu herbergi.

Ef maður er ekki að hugga stelpur með heimþrá, þá er maður að þrífa upp kúk, skammta þeim á diskinn, syngja lög eða skamma kvikindin.

Já, stundum eru þær kvikindi. Stelpur geta verið svo illkvittnar. Maður var það alveg sjálfur.

Það er víst allt í volli í Vatnaskógi. Það virkar greinilega illa að hafa stelpur og stráka að vinna saman, einangruð uppí sveit heilt sumar. Fólk hefur enn sínar þarfir.

Ég get ekki beðið eftir Írskum dögum. Þá fæ ég frí heila helgi. Djamm.

Sigga og Hulda ætla að koma. Restin af djamm-krúinu mínu eru á Hróarskeldu eða að vinna með Pólverjum þá helgi. Við hinar verðum þá að standa okkur.

Annars er nefið mitt voðalega einstakt. Það kallast kónganef, eða Roman nose á ensku. Júlíus Sesar félagi minn og ég höfum eins nef. Ég las það allavega á netinu eftir að ég lagðist í rannsóknir. Ég varð að fá staðfestingu á því að ég væri ekki ein um þessi gen. Ég ætla ekki að fara í lýtiaðgerð. Bara hafa fyrirferðamikið hár til þess að jafna hlutföllin.

Búið að vera vesen með lánið frá Íbúðalánasjóði. Ég hélt að það væri vegna þess að við værum ótraustvert lántökufólk. En nei, fasteignasalan ruglaði umsókninni. Vitlausar tölur í vitlausa reiti.

Ef við fáum ekki lánið er ég samt með öruggt skjól í vetur. María sem ég er að vinna með er með laust herbergi til leigu ef í hart fer.

Ég hef farið tvisvar í sturtu á 12 klst. Það eru tímamót í lífi mínu. Ég hata sturtu. Þurfti eina slíka eftir brennó í morgun. Var á barmi astmakasts, en pústið mitt er heima.

Siðmenningin er hætt að toga í mig. Vinir mínir heita Michael Scofield og Meredith Grey.

,, Be the change you want to see in the world.'' - Heyrði þetta í bíómynd ...

16/06/2007

Arbejd.

Já góðir hálsar. Lítið að frétta héðan úr Ölveri.

Vorum reyndar að kveðja síðasta flokk í gær. Sá flokkur var alveg einstaklega erfiður. Ég er andlega uppgefin. Þessi hópur sem er núna er bara jólin miðað við hinn.

Ég er samt alveg einstaklega ströng við þessi blessuðu börn. Ég fékk staðfestingu á því síðasta daginn. Við starfsfólkið vorum að borða kvöldmat inn í sal síðasta daginn og stelpurnar voru alltaf að banka á hurðina og trufla. Þegar ég var búin að fá nóg labbaði ég að dyrunum, frekar ófrýnileg á svip, og viti menn. Selpurnar sáu mig í glugganum og tóku til fóta. Of hræddar við mig.

Lára kom í heimsókn í gær. Alltaf gaman að fá einhvern í heimsókn. Svo var Katrín Björk að heimsækja Súsönnu áðan, þannig að það er alltaf gestkvæmt.

Ég get ekki beðið eftir Írskum dögum. Þá fæ ég helgarfrí.

Annars brenndist ég illa í framan í síðustu viku. Húðin tók upp á því í dag að flagna af á vissum stöðum þannig að ég er hvít og brún í framan, ekki ólíkt því eins og ég væri með sóríasis.

Í þessum flokki eru reyndar 4 Jóhönnur. Tvö börn og tveir foringjar. Einkar skemmtilegt. Af þessum 2500 Jóhönnum á Íslandi þurfu 4 að vera á sama staðnum þessa vikuna. Stundum er afskaplega leiðinlegt að heita svona algengu nafni.

Nafnið mitt hefur líka mikið að gera með mínar strákareglur. Þær eru nokkrar, en það er ein sem er algild.

Allir sem heita Jóhann eru bannaðir. Pör sem hafa sama nafnið eru fáránleg.

Annars eru börnin æði, staðurinn frábær, starfsfólkið líka æði og starfið í heild sinni mjög fínt. Það eina sem skyggir á þetta starf eru blessuð launin.

Hvað finnst ykkur annars um kynlíf fyrir hjónaband. Það hafa verið miklar umræður við matarborðið hérna upp á síðkastið um það. Í vissum kristilegum söfnuðum er það bannað. Ég veit nú ekki ... mér finnst rugl að banna fólki að gera eitthvað vegna trúar. Við guðlöstum víst þá á hverjum degi, því vín er bannað. Biblían bannar heldur ekki kynlíf fyrir hjónaband. Finnst alveg frekar fáránlegt að við trúum öll því sama, Guð, Jesú og heilagur andi. Samt fara ekkert allir eftir því sem stendur í Biblíunni, túlka það bara eins og þeim sýnist og búa til sértrúarsöfnuð.

Annars vorum við að klára að horfá Apocalypto. Geðveik.

P.s. .... ég þurfti að þrífa upp kúk.

,, Af hverju ertu með svona kúlu á nefinu?'' - Spurði mig ein stelpan í fyrradag ...

12/06/2007

Bruni

Já góðir hálsar ég vil biðjast afsökunar á titli síðustu færslu. Ég vissi ekki að hann hefði kynferðislega merkingu.

Annars er voðalega fínt hérna í Ölver. Magnús, Ylfa, Birkir og Styrmir sóttu mig á laugardaginn og tóku mig rúnt upp á Skaga. Gaman að hitta kunnugleg andlit.

Nenni ekki að blogga. Ætlaði bara að koma með smá auglýsingu.

Ég náði endurtökuprófinu þannig ég fer í MR í haust. Jeij.

Það er búin að vera skínandi sól núna 2 daga í röð og ég er ein brunarúst.

Það á bara eftir að samþykkja lánið og þá er íbúðin formlega okkar.

Vá, hvað lífið er æðislegt. Allt er að ganga upp.

Annars sé ég ykkur bara öll á írskum dögum ...

,, Jóhanna, þú ert ströngust af foringjunum.'' - Sagði ein stelpan við mig í morgun ...

09/06/2007

Deepthroat.

Já góðir hálsar. Ég svaf í 2 tíma í nótt. Ég var að læra. Maður verður víst að fórna sér. Ég er búin að svolgra í mig rótsterku kaffi í lítratali síðustu tímana til að halda augunum opnum og ég verð að viðurkenna að ég er orðin frekar stressuð.

Annars eru 40 stelpur í þessum flokki. Yngstu 6 ára og elstu 10 ára. Ég er bænakonan hjá þeim yngstu. Algjörar dúllur. Það eru hinsvegar gallar við að hafa umsjón með þeim yngstu. Þær kalla mig ekki Jóhanna, þær kalla mig mamma. Ég er orðin mannlegur snagi og þær hanga á mér eins og flugur.

Ég hef gaman af börnum, en ég hef mín takmörk. Börnin mega ekki hanga á mér. Þá verð ég dálítið vond ...

Ég verð í herbergi með 21 árs lögfræðinema í sumar. Hún á flakkara með öllum þeim bíómyndum sem mig langar að sjá, alla Friends þættina, alla Grey's anatomy þættina, One Tree Hill, O.C, Heros .. nefndu það. Svo er ég með alla Sex and the City þættina, þannig að okkur leiðist ekkert á kvöldin.

Við fórum í göngutúr áðan til að þreyta stelpurnar því þeim gekk svo illa að sofna í gærkvöldi. Ég held að tilgangurinn hafi verið að þreyta mig. Ég er allavega að deyja. En, núna er ég í fríi á milli kaffi og kvöldmats.

Á þeim tíma ætlaði ég að skrifa þetta blogg, horfá 1 Grey's anatomy þátt og læra stærðfræði.

Undur og stórmerki. Ég gæti náð prófinu.

Langar einhvern að sækja mig hingað á sunnudagskvöldið? Áhugasamir hringja í mig, endilega.

Annars vorum við að horfá Sex and the City um daginn og það komst í tal að stelpunum fannst Sarah Jessica Parker ófríð. Nú hefur mér oft verið líkt við þessa ljóshærðu tískudrós. Langleitt andlit, skrýtið nef og ljóst krullað hár ... Áhugavert.

Annars er þetta frekar áhugavert starf. Í staðinn fyrir að þurfa að heilsa hverri einustu manneskju á sumrin með frasanum; ,,Góðan daginn, get ég aðstoðað?'', þá notar maður ,, Vá er þaaað, en frábært.'' Þegar maður er að tala við börn er maður alltaf annars hugar, og notar þennan frasa stanslaust.

Annars finnst öllum ég mjög djúprödduð hérna. Ég get varla sungið með stelpunum. Gott dæmi um þetta var þegar ég var að tala við Láru og Valdís var að tala við mömmu sína í símann við hliðina á okkur. Mamma hennar hélt að það væri strákur hjá Láru og Valdísi.

Ég mótmæli.

Ég er ógeðslega þreytt. Best að fara að læra.

,, Ertu bara 18 ára?! Ég hélt þú værir sko tuttugu og eitthvað!'' - Sagði ein sumarbúðastelpan áðan ...

06/06/2007

Bless.

Já góðir hálsar.

Ég fer upp í Ölver í fyrramálið.

Ég mun ekki sjá eitthvað af ykkur næstu 9 vikurnar.

Engar áhyggjur, ég mun halda áfram að blogga, þótt ég viti ekki hversu mikið skemmtanagildi börn með lekandi hor hafa.

Stærðfræðin gengur ágætlega, eftir atvikum.

Í gær kvaddi ég allar stelpurnar. Fórum út að borða á Galito. Gaman að hitta þær allar saman, svona einu sinni. Vantaði reyndar tvö stykki, en þannig er það bara.

Við eigum bara eftir að redda bankaláninu og pappírsvinnu, og þá er íbúðin okkar. Ég hef ekki flutt í 14 ár, svo ég er frekar spennt.

Au revoir.

,, A life spent making mistakes is not only more honorable, but more useful than a life spent doing nothing. '' - George Bernard Shaw ...

04/06/2007

Letinginn.

Já góðir hálsar. Hulda, ekki lesa þessa færslu.

Í gær átti ég stefnumót. Ég og bestasti vinur minn, hann Maggi kaggi, fórum saman í leikhús að sjá hann Ladda. Hann klikkar sko ekki. Svo kíktum við á tilvonandi íbúðina mína og fengum okkur pylsu. Afar rómantískt ...

Og nei, Magnús er ekki kærastinn minn. Fékk nokkrar spurningar þess efnis. Við vorum saman í bekk í 10 ár. Frekar erfitt að þróa rómantískar tilfinningar í garð uppeldisbróður síns.

Ég var í skolun áðan. Þá tók blessaður læknirinn sig til og skolaði öllu slíminu út úr kinnunum og nefinu mínu. Það var ógeðslegt.

Þetta gerði hann í morgun, en ég var deyfð. Ég hef notað þá afsökun í allan dag til að friða samvisku mína, því í rauninni ætti ég að vera að læra.

Ég á erfitt með að læra útaf því að ég er á verkjalyfjum, ég er með prófkvíða, ég stend í íbúðarkaupum í stórborginni og ég veit ekki hvort mig langar í MR í haust.

Það er ekki beint hvetjandi að vera að læra undir próf sem úrskurðar um áframhaldandi skólagöngu mína, í skóla sem ég er ekki viss um að mig langi að halda áfram í.

Mig langar alveg í Fjölbraut ... en samt ekki. Eða réttara sagt ég veit það ekki.

Þá væri lífið svo einfalt. Ég gæti búið, unnið, stundað íþróttir og sótt nám á sama staðnum. Ég gæti tekið alla stærðfræðiáfangana aftur og fengið betri einkunnir. Ég gæti verið með þeim bestu í skólanum, í stað þess að vera í hóp meðalnemenda.

Úff.

Mig vantar einhvern sem getur sagt við mig hvað ég á að gera.

Annars er Lára komin heim frá Danmörkunni og gaf mér olíuliti :D

Ég er að byrja að vinna ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn. Þá er úti um námið.

11.júní. Dagurinn sem ákveður fyrir mig í hvaða skóla ég fer í næsta haust.

31/05/2007

Stórt stökk.

Já góðir hálsar. Ég er byrjuð að læra. Endurtökuprófið er 11.júní, and I will be prepared.

Hefði samt verið meira kúl að falla í sögu. Þá þyrfti maður bara að lesa mikið, ekki reikna súúúper mikið.

En við vonum að þetta gangi. Verkjalyfin gera mig nú samt dálítið sljóa, þannig það er erfitt að hugsa, og þegar ég snýti mér fæ ég svona tilfinningu eins og það sé að fara að líða yfir mig.

Annars er ég bara búin með 2 kafla. Á bara 26 kafla eftir. Er samt bara búin með svona lítið útaf ég fór til Reykjavíkur í dag með pabba og Gunnari. Við skoðuðum 2 íbúðir á Langholtsveginum og gerðum tilboð í þá flottari. Sjáum hvort því verði tekið eða hafnað. Veit að Hilla verður ánægð með mig ef ég flyt á Langholtsveginn ...

En útaf því að ég er að fara í þessi íbúðarkaup verð ég víst að hætta við Danmerkurferðina í ágúst. Það er alveg nóg að vera 2 vikur í útlöndum í sumar hvort eð er.

Samt svolítið yfirþyrmandi að vera að skrifa undir samninga og þess háttar, þar sem maður er að samþykkja að gefa alla peningana sína. Ég hef alltaf átt þessa peninga, og það verður svolítið leiðinlegt að sjá þá fara burt. Ég verð að játa að það eru takmörk fyrir því hversu mikið stress ég höndla í einu. Það að þurfa að hafa áhyggjur af áframhaldandi skólagöngu minni, sumarvinnunni og peningamálunum, allt í sömu vikunni, gerir hnútinn í maganum dálítið stóran.

Í öðrum fréttum skammast ég mín þegar ég er úti. Ég má ekki anda kalda loftinu að mér og þessvegna þarf ég að hafa klút fyrir nefinu. Ég lít út eins og kúrekaþjófur og fólk horfir á mig. Eða nei, fyrirgefiði, það starir.

En núna fer Lára til Danmerkur í nótt og eyðir helginni þar í skemmtilegheitum með eldra fólki. Á meðan mun ég sitja í bláa skrifborðsstólnum mínum að reikna.

Annars fer ég í klippingu og litun á morgun. Hef ákveðið að verða aftur ljóshærð.

Ég búin að ákveða að það verði enginn heimsendir að fara í FVA. Þar eru 70% af mínum vinum og kunningjum. Þyrfti reyndar að burðast með það á bakinu að vera heimsk og gefastuppari restina af minni skólagöngu, en hey.

Í FVA gæti ég ... verið góð í stærðfræði ... og líka kannski komist aftur inní ljósmyndaklúbb ... og líka kannski verið álitin artí, þótt ég sé það ekki ...

,, Af hverju hringir þessi ljóti kúkur ekki.'' - Sagði Freyja í gær, en ég hef ekki heyrt þessi orð notuð síðan í leikskólanum ...

30/05/2007

Ullabjakk.

Já góðir hálsar. Dvölin á sjúkrahúsinu var síður en svo skemmtileg.

Ég kom þarna, fastandi, eldsnemma um morguninn og fór í aðgerðina á hádegi. Boy was I hungry. Skemmti mér nú bara við að sofa og horfá bíórásina. Ég fór auðvitað í rosalega flott spítalaföt og fékk að vera ein í stofu.

Eftir aðgerðina vaknaði ég með rosa sárabindi í nefinu og að drepast úr þorsta. Það átti eftir að einkenna dvölina þar næsta sólarhringinn.

Mamma, Gunnar, Lára og Ylfa voru best af því þau komu í heimsókn.

Ég gat ekki andað með nefinu þannig ég andaði bara með opinn munninn þannig ég varð þurr í munninum og þurfti að drekka mikið vatn. Þá gat ég ekki borðað neitt almennilega og drakk vatn í lítratali og fór á klósettið samkvæmt því. Þetta hvíta, sem myndast alltaf í munnvikunum þegar maður er þyrstur byrjaði einnig að myndast á öllum vörunum mínum.

Um nóttina gat ég ekkert sofið útaf ég anda alltaf með nefinu þegar ég sef. Þessvegna er ég þreytt núna. Ég horfði á 7 bíómyndir á meðan á innlegunni stóð.

Núna í morgun þegar læknirinn var að taka sárabindin úr nefinu varð ég alveg einstaklega hissa. Þau voru grínlaust svona 50 cm í hvorri nös. Engin furða að ég gat ekki andað.

Eftir að ég var komin heim fór ég með stelpunum uppí Grundaskóla. Ég saumaði mér kjól, Ylfa saumaði sér hettupeysu og byrjaði á sínum kjól en Lára kláraði líka sinn kjól. Rosalega duglegar. Allavega á miðað við Freyju sem ... tjah ... saumaði hjartapúða.

Svo var ég auðvitað að drepast úr spenningi útaf Ingólfur tók einkunnirnar mínar. Þær komu í dag. Ég féll í ólesinni stærðfræði, en ég fékk 7 í lesinni. Var frekar ánægð með restina, nema þýsku og efnafræði. Enda voru það ósanngjörnustu prófin ...

Ásamt ólesinni stærðfræði auðvitað. Var víst alveg rosalegt fall og allir grátandi á göngunum.

Ég grét þó ekki.

Tek bara endurtökupróf, og ef ég fell í því nenni ég ekki að taka árið aftur. Fer þá bara í FVA. Sætti mig örugglega alveg við það ...

Annars erum ég og Gunnar að fara til Reykjavíkur á morgun að skoða 2 íbúðir.

,, Æji þetta passar ekki. Það er bara krúttlegt fólk sem á að eiga svona krúttlega bíla. Ekki feitt fólk.'' - sagði ein mjög fordómalaus vinkona mín ....

28/05/2007

Aðgerð

Já góðir hálsar. Nú er komið yfir miðnætti, sem þýðir að ég má hvorki drekka né borða neitt þangað til ég fer í aðgerðina í fyrramálið.

Rosalega gaman.

Ég var ekkert hissa á að Jóhanna var ungfrú Ísland, enda nafna mín.

Annars eru hér brot af þeim myndum sem ég á síðan úr lærdómsbústaðnum og úr próflokadjamminu. Njótið.

http://blog.central.is/johanna89

Ef þið komið ekki að heimsækja mig á spítalann á morgun á heimsóknartímunum milli kl. hálffjögur og fjögur eða hálfátta og átta, eruði ekki töff.

P.s. viðkomandi verður að hafa mat og skemmtiefni í för með sér.

25/05/2007

Próflokadjamm.

Já góðir hálsar. Til hamingju með að vera búin í prófunum, nema Ásgerður.

Eftir síðasta prófið á miðvikudaginn var skellt sér í góðan innkaupaleiðangur. Kringlan, Laugarvegurinn og Smáralindin voru kembd. Ég uppskar kápu, kjólabol, belti og klút. Svo keyptum við Lára okkur efni í sitthvorn kjólinn. Nú skal fara að sauma.

Um kvöldið keyrði Lára greyið ein heim á Akranes og ég fór út að borða með stelpunum úr bekknum mínum. Við fórum á Sólon, fengum góðan mat og skáluðum fyrir okkur sjálfum. Eftir það var kíkt heim til Huldu í parteei.

Daginn eftir vaknaði ég við hlið Perlu og saman skelltum við okkur upp að borða cherrios. Holl byrjun á góðum degi. Svo fór hún í klippingu á meðan ég þræddi Laugarveginn í allskyns snatti. Ég dundaði mér í 3 klst að gera nákvæmlega ekki neitt. Las svona 3 bækur á Súfistanum á meðan ég kjamsaði á bananasnittu og drakk latté úr skál.

Svo var bara haldið niður í Húsasmiðju að kaupa útilegustóla, dýnur og tilheyrandi ásamt því að kaupa pylsur og snakk í bónus. PartýtjaldIÐ var nú þegar í skottinu á bílnum hennar Kristínar og spenningurinn var í hámarki.

Við lögðum af stað úr Garðabænum um 9 leytið, sóttum lille Lotte og komum við í sjoppunni í Árbænum þar sem lille Lotte gaf 9 ára tombólustelpum bjórinn sinn. Við ákváðum að forðast handtöku og flýja svæðið.

Stemmingin í jeppanum á leiðinni var dúndrandi góð. Kristín, Perla, ég og Hulda kunnum sko að skemmta okkur. Þegar Spice Girls hljómuðu í hátölurunum og raddböndin voru þanin til hins ýtrasta stoppaði lögreglan okkur. Kristín var að keyra á 114 km hraða. Skamm, skamm. Við fengum góða sekt sem við skiptum að sjálfsögðu bróðurlega á milli okkar. Þetta atvik gerði það að verkum að við urðum að stoppa á Café Kidda rót í Hveragerði og pissa. Einnig varð Hulda að þrífa bakhlutann á framsætinu, en hún gaf því vel að éta á leiðinni.

Við vorum komin á staðinn svona um 11 leytið. Við byrjuðum að gera heiðarlega tilraun til að tjalda partýtjaldINU, en það gekk ekki vel, enda yfirgáfu allir strákarnir okkur snemma. Þetta var þeim ofviða. Eftir góðar 90 mínútur ákváðum við að pakka tjaldinu bara aftur ofan í pokann og sofa í sumarbústaðnum sem strákarnir höfðu leigt. Reyndar dáldið leiðinlegt að skilja hina eftir í kuldanum, en þetta er bara survival of the fittest.

Ég fékk svo heila koju útaf fyrir mig, ólíkt því sem var í sumarbústað Jónatan hérna um árið. Maturinn var hins vegar ekki af betri endanum. Við hituðum pylsurnar í örbylgjunni og brauðin voru 1 mm þykk, öll kramin og skemmtileg.

En svona er bara að fara í útilegu. Í sumarbústað.

Morguninn eftir var lille Lotte horfin heim á leið og við tókum til á mettíma. Brunuðum svo í bæinn, þreyttar, en hamingjusamar með lífið, með þau fyrirheit um að þetta yrði endurtekið oft og mörgum sinnum í sumar.

,, Horfiði framan í mig. Ég hefði alveg eins getað sleppt því að mála mig og látið einhvern skíta á andlitið á mér í staðinn. Ég hefði litið alveg eins út. '' - Sagði Perla á leiðinni á Sólon ....

22/05/2007

Sumarfríið langþráða.

Já góðir hálsar. Bara 1 próf eftir. Enska. Ég er ekki byrjuð að læra, stelpan sko.

Hinsvegar er ég með blæðandi sár á löppinni.

Lára og Rebekka ætla að koma með mér til Reykjavíkur á morgun. Þar ætlum við að kíkja í búðir. Þær skottast bara um á Laugarveginum á meðan ég tek prófið. Allt í góðu.

Það er svo gaman að vera í sumarfríi. Ég fór í sumarfrí á mánudaginn eftir efnafræðiprófið. Það var of langt. Eins og þýskan. Má bara ekki falla í efnafræðinni. Þá er ég ekki að horfa fram á bjarta framtíð.

Loksins, ári eftir Boot Camp og hálfu ári eftir einkaþjálfun er ég loksins farin að fara í ræktina. Ég og Lára erum klárlega með þetta. Hollur matur og hreyfing.

Annars erum við Lísbet og Ylfa að fara að panta okkur flug til Kaupmannahafnar á eftir. Þar verður verslað, farið í tívolí, hitt Danann okkar og svo verður auðvitað Hilla þarna líka. Þá er sumarið mitt planað út í gegn.

25.maí - tjaldferð með árgangi 89' í MR
29.maí - aðgerð
30.maí - einkunnaafhending
6.júní - byrja að vinna í Ölver
27.júlí - hætti að vinna og fer til Englands í 2 vikur
12.ágúst - kem heim
14.ágúst - fer til Danmerkur
21.ágúst - kem heim og skólinn byrjar.

Gaman, gaman. Verður örugglega besta sumarið mitt til þessa. Er búin að sækja um að fá frí helgina sem írskir dagar eru.

,, Hvað er vinur? Það er ein sál sem dvelur í 2 líkömum.'' - Aristatóles ...

20/05/2007

Efnafræði.

Já góðir hálsar. Ég var að byrja að læra undir efnafræðiprófið, sem er á morgun.

Ég er þreytt og með hausverk. Eina ástæðan fyrir því að ég nenni því að læra er tilhugsunin um að þetta sé síðasta prófið sem ég þarf að læra undir.

Bara 2 próf eftir. Trúi þessu varla.

Var á skyndihjálparnámskeiði allan laugardaginn. Keyrði ein til og frá Reykjavík. Var pínu hrædd á heimleiðinni því það var svo hvasst á Kjalarnesinu. Þetta var eiginlega ekki samkoma fyrir þá sem voru að fara að vinna í sumarbúðum KFUM&K í sumar, onei. Þetta virtist líka vera samkoma fyrir gamla og núverandi MR-inga.

Núna veit ég allt um skyndihjálp og eldvarnir. Væri frekar til í að fara í próf í því á morgun.

En núna erum við systkinin að fara til höfuðborgarinnar að skoða hús.

Frábær tímasetning, ég veit.

Spurning um að hella bara í sig kaffi í kvöld og hafa eina andvökunóttina í viðbót?

Hlakka dálítið mikið til að byrja að vinna í Ölver.

Get ekki beðið eftir að komast í aðgerðina. Þá hverfur þessi hausverkur.

18/05/2007

Ríkjandi gen á x-litningi.

Já góðir hálsar. Bara tvö próf eftir. Efnafræðina verð ég að læra undir, en hver lærir undir ensku?

Ég var svo engan veginn í stuði til að læra undir líffræði. Þannig að ég lærði lítið sem ekkert. Renndi tvisvar yfir glósurnar hálfsofandi. Sex and the City var bara aðeins meira spennandi.

Gekk reyndar vel í erfðafræðihlutanum. Ekki svo vel í hinu. Sjáum til.

Annars voru einkunnirnar að koma í hús hjá fjölbrautarskólanemendunum. Vona að stelpunum hafi öllum gengið vel.

Lagið sem vann Eurovision í ár var dágott, og tók ég ástfóstri við því á tímabili. En svo fékk ég að vita um hvað textinn fjallaði. Það að syngja um hve bænin er æðisleg var ekki alveg að hitta í mark. Bara afsakið.

Það er svo heitt úti. Kannski maður fari að nota nýju línuskautana sem mamma gaf mér af því mér fannst mér ganga svo illa á stærðfræðiprófinu.

Annars er ég búin að vera dugleg í ræktinni síðustu 2 daga. Ef ég er dugleg á einum stað get ég ómögulega staðið mig í þeim næsta, þ.e.a.s. náminu.

Metnaðurinn hlýtur að koma aftur um helgina. Efnafræðin er svo skemmtileg.

Annars er ég er fara á skyndihjálparnámskeið í Reykjavík í fyrramálið. Þessvegna er ég ekki að fara í bekkjarpartý í kvöld. Ég þori samt ekki að keyra ein. Ojæja.

Lýst alveg ágætlega á að Sjálfstæðisflokkurinn sé að mynda meirihlutastjórn með Samfylkingunni. Svo lengi sem það eru ekki Vinstri grænir. Vonandi fara hlutirnir á sjúkrahúsum landsins þá að skána.

Nennir einhver að koma að leika?

Og sem meira er, nennir einhver að koma með mér til Danmerkur í ágúst?

Annars er ég eiginlega búin að ákveða, að ef ég fell á árinu, þá fer ég bara á málabraut á næsta ári, eða eitthvað. Ég er ekki reiðubúinn að skilja við skólann minn. Ætla hvort sem er ekkert að verða læknir eins og 99% af nemendum skólans.

Verð bara barbífatahönnuður. Mig langaði einu sinni alltaf að verða svoleiðis þegar ég yrði stór ....